Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL,
Versala, þannig að staðurinn fengi
aftur sinn forna dýrðarljóma. Hann
hætti ekki fyrr en honum tókst að
fá ríkisstjórnina til að leggja til
hliðar hluta af tekjum ríkishapp-
drættisins til þess að standa straum
af kostnaðinum við framkvæmdir
þessar. Og hann hóf hverja herferð-
ina á fætur annarri til þess að fá
menn til að leggja fé af mörkum í
þessu augnamiði. Hinum þekkta
listfræðingi Gérald Van der Kemp
var falið að sjá um endurnýjun og
iagfæringu á öllu innanstokks í höll-
inni.
Við Van der Kemp blasti nú of-
boðslegt viðfangsefni. Hann þurfti
til dæmis að komast að því, hvernig'
húsgagnaskipanin hafði verið í
svefnherbergi Madame du Barry á
sínum tíma. Þar að auki hafði hvert
herbergi hallarinnar tekið breyt-
ingum hverju sinni sem konungs-
skipti urðu á dögum Bourbon-kon-
unganna. Lúðvíki 15. fannst, að hús-
búnaður Lúðvíks 14. væri of mikið
á eftir tímanum, og hann keypti því
ýmislegt, sem var frekar við hans
eigin smekk. En Lúðvík 16. vildi svo
ekki sjá ýmislegt af þeim húsbún-
aði, sem Lúðvík 15. hafði aflað sér,
og fékk sér því nýja muni.
Van der Kemp ákvað að leysa
málið þannig, að láta hvert herbergi
og hvern sal vera algerlega í þeim
stíl, sem ríkti á ríkisstjórnarárum
hvers af konungunum, jafnt í smáu
sem stóru. Hann þurfti bara að
ákveða, hvaða stíll ætti að ríkja í
hverju herbergi og hverjum sal. Fé-
iagar hans blöðuðu í ótal skjölum
í Þjóðskjalasafninu, skjalasöfnum í
Versalahöllinni og ýmsum öðrum
Skrifborö Lúðvíks XV. stendur nú
aftur á sínurn staö í vinnustofu lians
í Versölum.
skjölum, skrám og plöggum. Það
mátti heita stórfurðulegt, að lýsing
og verðskráning flestra af hinum
meiri háttar húsgögnum, sem þessir
þrír konungar höfðu keypt, var enn
þá til.
En það var erfiðara að ná tangar-
haldi á húsgögnum þessum. Þau
koma alltaf fram öðru hverju, eink-
um á helztu uppboðum, en aðal-
vandamálið í því efni er féskortur.
Einn uppboðshaldari í París kemst
svo að orði í þessu efni: „Húsgögn
með Versaiastimplinum, þ.e. stafur-
inn V tvisvar sinnum fyrir neðan
kórónu, sem krýnd er lilju merki,
eru eftirsóttust allra húsgagna á
markaðinum.“ Á uppboði hjá hinu
þekkta uppboðsfyrirtæki Sotheby's
í Lundúnum árið 1964 vai' langsam-
lega mikilvægasti sölugripurinn al-