Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 20

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL franskur flugmaður, yfir sig hrif- inn, Pierre Rebuffet, sem hefur flogið Mirage í átta ár, „maður þýt- ur upp í loftið eins og raketta, og þegar maður hendist gegnum skýin finnst manni sem maður eigi allan himininn." Mirage III. hefur énn einn kost, sem ekki er vert að líta framhjá. Nefnilega verðið. Hún kostar um það bil 132 milljónir króna, og það kallast ódýrt að vera af hljóðfrárri sprengjuflugvél, sem fljúga má í hvaða veðri sem er. Þessu til við- bótar, þá selja Frakkar hana með sérlega hagstæðum kjörum — þ. e. a. s. þegar það hentar utanríkis- pólitík Frakklands. ,,Mirage-sprengjuþotan,“ segir bandarískur flugvélaframleiðandi, ,,er jafnmerkilegt pólitískt tromp á hendi og vopn í stríði.“ Og það fengum við að sjá í janúar í fyrra þegar Pompidou forseti lagði bless- un sína yfir það að Frakkar seldu 110 Mirage-þotur til Libyu — svo að segja fullkominn flugher, á með- an ísraelsmenn áttu í mestu vand- ræðum við að fá afhentar 50 þotur sem þeir höfðu keypt og borgað fyrir. *) Fram til þessa hafa Frakkar selt vel yfir 1100 Mirage-þotur. Franska ríkið hefur keypt liðlega 400 þot- *) Þessar fimmtíu flugvélar hafa rambað á diplómatísku salti síðan í júní 1967, að De Gaulle hætti að flytja út vissar gerðir vopna til Botnalanda. ísraelsku flugvélarnar lentu í þessum flokki, en Tel Aviv vill enn fá þær afhentar. ur, og mynda þær nú kjarnann í franska flughernum. Hinar hafa farið til Ástralíu, Suður-Afríku, Pakistan, Libyu, Líbanon, Colom- bíu, Brasilíu, Perú, Argentínu, Sviss, Belgíu, Spánar og ísrael. Maðurinn að baki þessarar ævin- týralegu velgengni er nú 79 ára gamall milljónamæringur, Marcel Dassault að nafni. Hann hefur mik- ið yndi af að metta tilveru sína leyndardómum, og út úr leyndar- dómsskýinu, sem kringum hann er, leiftra svo óvænt ákvarðanir hans eins og eldingar. Hann myrkvar allt í kringum sig af þvílíkri vand- virkni, að reynsluflugmenn hans fá jafnvel skipanir um að breyta um fjarskiptabylgju meðan þeir reynslufljúga, svo að jafnvel frönsk flugmálayfirvöld fái ekki minnsta nasaþef af því sem þeir gera. Dass- ault hefur grætt auð sinn á „Avions Marcel Dassault", sem er ein af fá- um stórum flugvélaverksmiðjum í Evrópu, sem eru í einkaeign. Þar fyrir utan á hann stóra hluti í raf- magnsvöruverksmiðju, stórum byggingafyrirtækjum, banka og einnig á hann hluti í því vinsæla franska vikublaði, „Jours de Fran- ce“ (upplagið er ríflega 800.000 ein- tök). Dassault kallar sig ekkert annað en flugvélaverkfræðing, en hann er snillingur á því sviði — brautryðj- andi. Hann hefur teiknað flugvélar í 50 ár — af öllum gerðum frá far- þegaflugvélum til sprengjuflugvéla — og svo að segja allt sem hann hefur gert hefur verið hagfræði- legur og tæknilegur sigur, og þar að auki mikið augnayndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.