Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 47
VERSALIR ENDURBORNIR
45
gerlega ósvikin kommóða í Lúðvíks
16. stíl. Van der Kemp iangaði ó-
skaplega í hana fyrir Versalahöll-
ina, en þegar boðið komst upp í
80.000 dollara, varð hann að hætta
að bjóða í hana (en hún var loks
seld á næstum 180.000 dollara). En
oft fer Van der Kemp með sigur af
hólmi á slíkum uppboðum. Meðal
mikilvægra muna, sem honum tókst
að klófesta á uppboðum i fyrra, má
nefna kommóðu og ,,console-borð“,
sem Marie Antoinette hafði látið
smíða handa sér (samlagt uppboðs-
verð þessara tveggja húsgagna
reyndist verða 50.000 dollarar).
Van der Kemp verður oft að leita
hjálpar auðugra velgerðarmanna í
þessu efni. Þegar teppið af rúmi
Marie Antoinette kom fram í dagsins
ljós á uppboði í New York, leitaði
hann á náðir auðugs tinnámueig-
anda í Boliviu, sem gaf féð, sem
þurfti til þess að ná í rúmteppið.
Einn af Rockefellerættinni gaf stórt
,,gros-point“-gólfteppi, sem átakan-
leg saga er tengd við. Marie Antoi-
nette hafði hjálpað til þess að gera
það, meðan hún sat í fangelsi og
beið þess að verða hálshöggvin. Lík-
lega barst verðmætasta gjöfin samt
árið 1966 frá Edmond de Rotschild
barón. Þar var um að ræða komm-
óðu í Lúðvíks 16. stíl, sem smíðuð
hafði verið fyrir viðhafnarstofu
Marie Antoinette. Söluverð hennar
gæti nú reynzt verða allt að 200.000
dollarar.
Flest húsgögnin eru illa farin, og
það verður að gera geysilega mikið
við þau. Það er erfitt að ná í mjög
færa menn, sem stunda slíkar við-
gerðir sem sérgrein. Líklega er erf-
iðast að ná í gyllingameistara, þ.e.
þá, sem geta gyllt húsgögnin á rétt-
an hátt. Nú veit enginn nákvæmlega,
hvernig gyllingamenn 18. aldar náðu
fram vissum áhrifum og blæbrigð-
um í húsgagngyllingu. Sautján mis-
munandi efni voru notuð til þess að
gylla við á þeim tímum, og sumar
uppskriftir þessara efna hafa nú
glatazt.
Það þurfti að leita ásjár vísinda-
lærðra sérfræðinga nútímans til þess
að sigrast á fúanum, sem gripið
hafði harkalega um sig í viðar-
klæðningunni á hallarveggjunum,
Þessar óviðjafnanlegu rókókó-skreyt-
inc/ar frá 17Jf9 birtast nú aft-ur í sinni
uvvrunalegu mynd.