Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 50
48
TJRVAL
Dalur í Pamírfjöllum.
ir 10 þúsund ára í þeirri hæð sem
líf fyrirfinnst nú ekki. Við Kyzyl
Rabat, í liðlega 4000 metra hæð yfir
sjávarmáli, hafa fundizt leifar runna
sem nú á dögum ná annað hvort
litlum þroska eða lifa ekki á þess-
um slóðum.
Pamírfjöll eru við landamæri So-
vétríkjanna og Afganistan og þar
er hæsti tindur Sovétríkjanna, um
7500 metra yfir sjávarmáli.
íbúar þessara fjallahéraða skipta
nokkrum hundruðum þúsunda. Þeir
búa þarna við ærið fjölskrúðugt at-
vinnulíf. Ef litið er til dæmis á land-
búnaðinn, þá eru kornakrar og
grænmetisekrur blómlegar þarna í
iiðlega 3000 melra hæð yfir sjó. Bú-
fjárrækt er mikil í fjalllendinu,
stórar hjarðir sauðfjár, geita og jak-
uxa ganga á beit í hlíðunum og skila
miklum og góðum afurðum.
í Pamírfjöllum er víða að finna
gull í talsverðu magni, tin, silfur og
ýmsa verðmæta eðalsteina. Jarð-
fræðingar eru stöðugt að finna nýj-
ar og nýjar auðlindir málma þarna
um slóðir.
Nokkur vatnsföll í fjöilunum hafa
verið virkjuð og eru nú starfandi
þarna 5 vantsaflsstöðvar, en fleiri
eru í smíðum. Má nú heita svo
komið, að hvert einasta þorp í fjöll-
unum sé komið í samband við raf-
veitukerfi héraðsins.
Á síðustu árum hafa bílvegir ver-
ið lagðir víða um fjalllendið og
Horog, borgin sem fyrr var nefnd,
er miðstöð flugsamgangna innan
héraðsins.
Jökiarnir setja mikinn svip á
Pamírfjöll og öðru hvoru er alltaf
sitthvað af þeim að frétta. Þannig
tvöfaldaðist nýlega skriðhraði
Abramofs-jökulsins mikla, sem er
um 4000 metrar að hæð. Kom þessi
hraðabreyting jarðfræðingum mjög
á óvart, en jökullinn tók á liðnu
sumri að skríða fram um 20 þum-
lunga á dag og jafnframt mynduð-
ust miklar sprungur í honum. Ýms-
ar tilgátur eru uppi um hvað valdið
hafi þessari breytingu, en flestir
hallast að þeirri skýringu, að aukin
hlýindi í héraðinu sé orsökin.
Fedsjenko-jökullinn i Pamír er