Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 118

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 118
116 ÚRVAL ekki, hvort ég sá vatnahesta eða hálfapa á leiðinni!" En það tókst brátt að leysa vanda- málin, er snertu opnun Disneylands. Og síðan hefur sífellt fleiri tækjum og ferðum verið bætt þar við og ýmsu öðru skemmtilegu og athygl- isverðu, sem dregur að sér athygli fólks. Og mörgum milljónum doll- ara hefur verið eytt í þær end- urbætur og stækkanir í viðbót við það fé, sem áður hafði verið lagt í Disneyland. Einteinungslest þýtur eftir tveggja mílna löngum teinum í garðinum. Fylking kafbáta sveim- ar um í vatninu í leit að slíkum dá- semdum sem sæslöngum, hafmeyj- um og sokknum galeiðum. Og þar hefur risið 146 feta há eftirlíking af hinu 14.678 feta háa fjalli, Matter- horn í Sviss. Og það eitt kostaði hálfa aðra milljón dollara. Inni í fjallinum er neyðarlyfta. Þar er einnig vatnsdreifikerfi, og sleða- braut getur þar að líta í fjallshlíð- unum. Á opnunardaginn hafði blaðamað- ur einn spurt Walt að því, hvenær framkvæmdum þessum lyki. Svar Walts var einfalt: „Aldrei, sko, ekki á meðan nokkurt ímyndunarafl er eftir hjá mannkyninu!" HIÐ FULLVALDA RÍKI DISNEYS Árum saman hafði Lilly beðið Walt að hætta störfum og setjast í helgan stein. Það var vissulega ekki nauðsynlegt fyrir hann að starfa lengur fjárhagsins vegna. Allt hafði stuðlað að því upp á síðkastið að beina stöðugum peningastraumi til Disneys, bæði endurútgáfa af hin- um gömlu, vinsælu teiknikvikmynd- um „Gosa“ og „Mjallhvíti“, geysi- legar vinsældir Disneylands, gróða- vænlegir framhaldsþættir í sjón- varpinu og myndir eins og „20.000 faðma í hafi niðri“, „101 Dalmatíu- menn“ og „Mary Poppins“ (en brúttótekjurnar af síðasttöldu myndinni urðu hvorki meira né minna en 48 milljón dollarar). Einkaeign Walts sjálfs var nú metin á um 20 milljónir dollara, en hann hafði þegar kveðið svo á um í erfða- skrá, að helmingur þeirra eigna skyldi renna til Listastofnunar Kali- forníu, en hún tekur til nokkurra skóla, sem hafa samvinnu saman, þar sem kennd er málaralist, tónlist, dans og leiklist. En Walt snerist alltaf öndverður gegn þessari þrábeiðni Lillyar. Hann svaraði jafnan: „Ég dæi, ef ég gæti ekki hafizt handa um að sigra nýja heima, þegar löngunin til þess gríp- ur mig heljartökum." Og frá árinu 1959 var þessi nýi heimur „heimur framtíðarinnar". Það skipulagsleysi, sú ringulreið og sá vanmáttur, sem einkenndi rekst- ur og starfsemi Los Angeles og ann- arra stórborga, ergði hann geysi- lega. Og nú fór hann að láta sig dreyma drauma um borg framtíðar- innar. Um sama leyti og fáir aðrir höfðu nokkrar verulegar áhyggjur af hinu slæma ástandi, sem ríkti í málefnum borganna, og hinni sí- vaxandi mengun umhverfisins, sem borgarbúar urðu að þola, skrifaði Walt á þessa leið: „Ég held, að það sé ekki til neitt þýðingarmeira verk- efni, sem bíður úrlausnar, en hin geysilega aðkallandi nauðsyn þess að byrja að takast á við vandamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.