Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
ekki, hvort ég sá vatnahesta eða
hálfapa á leiðinni!"
En það tókst brátt að leysa vanda-
málin, er snertu opnun Disneylands.
Og síðan hefur sífellt fleiri tækjum
og ferðum verið bætt þar við og
ýmsu öðru skemmtilegu og athygl-
isverðu, sem dregur að sér athygli
fólks. Og mörgum milljónum doll-
ara hefur verið eytt í þær end-
urbætur og stækkanir í viðbót við
það fé, sem áður hafði verið lagt í
Disneyland. Einteinungslest þýtur
eftir tveggja mílna löngum teinum
í garðinum. Fylking kafbáta sveim-
ar um í vatninu í leit að slíkum dá-
semdum sem sæslöngum, hafmeyj-
um og sokknum galeiðum. Og þar
hefur risið 146 feta há eftirlíking af
hinu 14.678 feta háa fjalli, Matter-
horn í Sviss. Og það eitt kostaði
hálfa aðra milljón dollara. Inni í
fjallinum er neyðarlyfta. Þar er
einnig vatnsdreifikerfi, og sleða-
braut getur þar að líta í fjallshlíð-
unum.
Á opnunardaginn hafði blaðamað-
ur einn spurt Walt að því, hvenær
framkvæmdum þessum lyki. Svar
Walts var einfalt: „Aldrei, sko, ekki
á meðan nokkurt ímyndunarafl er
eftir hjá mannkyninu!"
HIÐ FULLVALDA RÍKI DISNEYS
Árum saman hafði Lilly beðið
Walt að hætta störfum og setjast í
helgan stein. Það var vissulega ekki
nauðsynlegt fyrir hann að starfa
lengur fjárhagsins vegna. Allt hafði
stuðlað að því upp á síðkastið að
beina stöðugum peningastraumi til
Disneys, bæði endurútgáfa af hin-
um gömlu, vinsælu teiknikvikmynd-
um „Gosa“ og „Mjallhvíti“, geysi-
legar vinsældir Disneylands, gróða-
vænlegir framhaldsþættir í sjón-
varpinu og myndir eins og „20.000
faðma í hafi niðri“, „101 Dalmatíu-
menn“ og „Mary Poppins“ (en
brúttótekjurnar af síðasttöldu
myndinni urðu hvorki meira né
minna en 48 milljón dollarar).
Einkaeign Walts sjálfs var nú metin
á um 20 milljónir dollara, en hann
hafði þegar kveðið svo á um í erfða-
skrá, að helmingur þeirra eigna
skyldi renna til Listastofnunar Kali-
forníu, en hún tekur til nokkurra
skóla, sem hafa samvinnu saman,
þar sem kennd er málaralist, tónlist,
dans og leiklist.
En Walt snerist alltaf öndverður
gegn þessari þrábeiðni Lillyar. Hann
svaraði jafnan: „Ég dæi, ef ég gæti
ekki hafizt handa um að sigra nýja
heima, þegar löngunin til þess gríp-
ur mig heljartökum."
Og frá árinu 1959 var þessi nýi
heimur „heimur framtíðarinnar".
Það skipulagsleysi, sú ringulreið og
sá vanmáttur, sem einkenndi rekst-
ur og starfsemi Los Angeles og ann-
arra stórborga, ergði hann geysi-
lega. Og nú fór hann að láta sig
dreyma drauma um borg framtíðar-
innar. Um sama leyti og fáir aðrir
höfðu nokkrar verulegar áhyggjur
af hinu slæma ástandi, sem ríkti í
málefnum borganna, og hinni sí-
vaxandi mengun umhverfisins, sem
borgarbúar urðu að þola, skrifaði
Walt á þessa leið: „Ég held, að það
sé ekki til neitt þýðingarmeira verk-
efni, sem bíður úrlausnar, en hin
geysilega aðkallandi nauðsyn þess
að byrja að takast á við vandamál