Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 61
HIN HEILAGA PÍLAGRÍMSFERÐ TIL MEKKA
59
trúarmenn frá næstuin 100 löndum streymdu til landsins og
eyddu um 50 milljónum dollara, meðan á dvöl þeirra stóð í
landinu. Illuti þess fjár rennur til hinna frægu „mutawifs", þ.
e. leiðsögumanna í Mekka. Þeir skipta nokkrum hundruðum og
hafa opinbert leyfi til slíkra starfa. Fyrir nokkurra dollara
greiðslu taka þeir á móti pílagrímnum við komu hans til lands-
ins, sjá um ölI formsatriði viðvíkjandi vegabréfi, sjá um flutn-
ing lil Mekka og leiðbeina lionum viðvíkjandi liinum ýmsu sið-
um og formsatriðuin, sem tengd eru hinni miklu trúarhátíð, og
fvlgja honuin þar jafnvel stað úr stað. Og síðan aðstoða þeir
hann við að komast hurt úr landinu.
An þessara viðfrægu leiðsögumanna yrðu útlendingarnir frá
íran eða Indónesíu eins og villuráfandi sauðir i allri ringulreið-
inni, sem ríkir um þetta leyti í Jiddah, á leiðinni til Mekka og í
Mekka sjálfri. Þeir yrðu alveg glataðir. íbúafjöldi Mekka er um
250.000 manns, en þegar straumur pílagrímanna til borgarinnar
er sem mestur, bætast um 400.000 aðrir Saudi-Arabíumenn í
höpinn ásamt næstum eins stórum hóp eftirvæntingarfullra út-
lendinga. Pílagrímarnir streyma til borgarinnar i leigubílum,
vörubilum og langferðabílum nætur sem daga til þess að vera
viðstaddir hátiðahöldin. (Múhameðstrúarmönnum einum er
leyfilegt að taka þátt i trúarhátíð þessari, og það hefur komið
fyrir ol'tar en einu sinni, að „villutrúarmenn“, sem fundizt hafa
i þessum mesta helgidómi Islams, hafi verið drepnir).
Áðúr en pílagrímarnir koma til Mekka, hafa þeir farið ná-
kvæmlega eftir trúarlegum reglum og fyrirskipunum, sem snerta
nauðsynlegan undirhúning þátttöku í hinni helgu athöfn. Nefn-
ast iðkanir þær „ihram“. Þeir hafa klæðzt einföldum, hvítum
búningi, tveim klæðislengjum, sem þeir vefja um líkamann og
skilja þá eftir aðra öxlina nakta. Þessi einfaldi búningur þurrk-
ar hurt niuninn á læsum og ólæsum, ríkum og fátækum. Hinn
hviti litur táknar hreinleika. Pílagrímurinn má nú ekki baða
sig, má ekki nota ilmvatn, má ekki veiða dýr, má ekki rífa
jurtir upp með rótum og má ekki hafa kynmök. Hann byrjar
hænasönginn, sem liann heldur svo áfram með með vissu milli-