Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 83
ELDSVOÐI Á BORPALLI B
81
margra daga vinnu við slíkar myndatökur, er þeir höfðu skoðað
hundruð ljósmynda og' þúsundir feta af kvikmyndaræmum, þótt-
ust þeir kenna gegnum eldhafið 11 olíulindir, sem loguðu.
Borunin niður í B21 var vel á veg komin, þegar fjórir aðrir
borar fóru að sökkva niður borum sínum. Slík borun er mikið
nákvæmnisverk. Urðu borstjórarnir að stöðva bora sína við
liver lnmdrað fet sem þeim miðaði niður á við, og nota mynda-
vélar, áttavita og önnur mælingatæki til að atlmga hvort bor-
inn liefði nokkuð borið af réttri stefnu. Nauðsynlegar leiðrétt-
ingar varð að gera þegar í stað.
Rúmlega þrem vikum eftir að borun hófst, þóttist Bullard
borunarstjóri vita, að hann væri kominn nálægt markmiðinu.
Hann pantaði þá slrax tvær milljónir gallona af „leðjunni“ og
dældi henni niður. Væri borinn á réttum stað, þ. e. á innan við!
25 ferfeta svæði, myndi leðja þessi breytast í teygjukennt efni
og loka fyrir olíu- og gasstreymið upp úr B21.
Hópum saman fylgdust menn með yfirborði sjávarins sem
stóð i björtu l)áli. Hundruð sjónauka beindust að saiiia punkt-
inum. Og allt i einu dró mjög niður í eldinum. Sigurhróp kvað
við frá mönnunum. B21 var kæfð. Ein yfirbuguð, 10 enn eftir!
Nú varð til nýr vandi. Sumar olíuleiðslurnar sem upp úr
lindunum lágu, bráðnuðu og losnuðu frá af hitanum. Af þeim
sökum var ekki hægt að sjá, hvar olían spýttist upp á yfirhorð
sjávarins. Þá var erfitt að komast að því hvort viðkomandi olíu-
lind væri dauð eða spýtti enn olíu. Sérstaklega var vont að kom-
ast að þessu í samhandi við aðra oliulindina sem kæfa átti, Blo.
Ekki var hægt að liefja árás á þá lind fyrr en liægt væri að sjá
einhver merki árangurs eða mistaka.
Vélvirkjar settust á viðræðufund og reyndu að safna hug-
myndum um hvað gera skyldi. Datt ])á einum i hug að skjóta
úr kraftmiklum riffli á bogið og hálfbráðið rörið upp úr Blo og
reyna þannig að sjá hvort olía spýttist út úr rörinu. Ken Ring,
fyrrum meistaraskytta í Bandaríkjaher var fenginn til að skjóta
úr sínum kraftmikla riffli. Hann þurfti að hitta skotmark sitt
af 200 feta færi. Hann hitti í öðru skoti og þegar spýttist olían