Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
nálgast. Eitt sinn kom símastúlkan í gistihúsinu lilaupandi nið-
ur á ströndina og tilkynnti, að þyrlan væri í þann veginn að
Ienda. Fimmtán mínútum síðar kom hún aftur og sagði, að því
miður Iiefði fréttin verið á misskilningi byggð. Koma þyrlunnar
var tilkynnt fjórum sinnum í viðbót, en síðan var fréttin jafn-
harðan borin lil baka.
Það var komið fram yfir miðnætti, þegar Ioks hafði tekizt að
greiða úr flækjum skriffinnskunnar og Big'g'io hæjarstjóri gat
tilkynnt, að þyrla lögreglunnar í Cagliari væri nú loks á leið-
inni með flugmenn úr flughernum og lækni innanhorðs.
Neyðarrakettum var skotið á loft til merkis um, að kafara-
háturinn ætti að koma að landi sem fyrst. Þvrlan hafði komið
á síðasta augnabliki, því að Uli var nú alveg að þrotum kominn
eftir 4y2 tíma og var að missa meðvitund. Það fyrsta, sem hann
sá, þegar hann kom upp á yfirborðið, voru hlossarnir frá neyð-
arrakettunum. Hannelore faðmaði Thomas að sér uppi á strönd-
inni og grét nú í fyrsta skipti þennan dag'.
ERFIÐ FLUGEERÐ
Vandamálið i Carloforte var það, að það var mjög erfitt að
lenda þar þyrlu að næturlagi, einkum í sliku hvassviðri. Eina
slétta svæðið, sem var nógu slórt til slíks, var knattspyrnuvöll-
ur bæjarins. En flugmanninum tækist aldrei að finna hann i
þessu myrkri. „Náðu i nokkra bíla og' sendu þá hingað og láttu
hílstjórana lýsa upp völlinn með Ijóskerunum,“ sagði hæjar-
stjórinn við aðstoðarmann sinn. Og að nokkrum mínútum liðn-
um voru næstum allir hílar eyjarinnar saman safnaðir í kring-
um knattspyrnuvöllinn, sem var hráðlega mjög vel upplýslur.
Þyrlan og kafararnir komu næstum samtímis til knattspyrnu-
vallarins. Uli hafði orðið var við lömunina á nýjan leik, næst-
um strax og hann var kominn upp úr sjónum. Hann var lagður
á sjúkrahörur í þyrlunni. Samkvæmt skipun læknis varð flug-
maðurinn að fljúga mjög lág't, rélt fyrir ofan öldufaldana þrátt
fyrir storminn, sem þevtti hinni veikhyggðu flugvél upp og
niður, eins og hún væri yo-yo-leikfang.