Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
hvolft, verður að kenna telpum að verða eiginkonur og mæður,
en það er ekki liægt að vita íneð vissu, livaða lífsstarf drengur
mun velja sér.
Síðan er unnið að því að styrkja og efla kynhlutverkakerfið
í skólanum. Bækur, sem börnin ern nú látin lesa í skólunum,
sýna karlmenn sem fyrirvinnur lieimilanna, jafnvel þótt helm-
ingur allra kvénria liér í landi á aldrinum 18 til 65 ára hafi starf
utan heimilisins (á móti næstum 80% allra karla á sama aldri).
I einni bókinni eru börnin beðin um að tengja saman teikning-
ar af fulltrúum ýmissa atvinnustétta og teikningar af ýmsum
vinnuáhöldum. Þar er aðeins sýnd ein kona, og vinnutæki henn-
ar er innkaupakerra!
Þess er yfirleitt krafizt af skólastúlkum, að þær læri heimilis-
liald í skólunum (sauma, matreiðslu o. s. frv.), og þeim er ekki
leyft að læra liandíðir pilta. Ilvaða hvatning er það fyrir stúlku,
sem ltynni að hafa til að bera góða hæfiieika til þess að verða
verkfræðingur? Aðeins 1% allra verkfræðinga hér i landi eru
konur, samanborið við 31% í Sovétríkjunum, þrátt fyrir að
rannsóknir og tilraunir hafi sýnt, að yfir þriðjungur Banda-
rikjamanna, þeirra, sem hafa til að bera góða hæfileika lil þess
að verða verkfræðingar, eru konur.
Þegar skólagöngu lýkur, fá piltar í atvinnuleit að ganga und-
ir alls konar hæfnis- og hæfileikaprófanir til þess að hjálpa
þeim að ákveða lífsstarf sitt. Stúlkurnar fá aftur á móti aðeins
hænfisprófanir i vélritun. Fimmta hver kona, sem hefur há-
skólapróf (þ. e. B.A. próf eða svipað eða meira próf) vinnur við
skrifstofustörf, afgreiðslustörf eða í einhverri þjónustugrein eða
jafnvel sem ólærð verksmiðjnverkakona. Kona, sem lokið lief-
ur B.A.- eða svipuðu háskólaprófi, hefur aðeins um 114 dollara
meiri árstekjur að meðaltali en karhnaður, sem hefur aðeins
lokið unglingaprófi.
Aðrir þættir menningar okkar festa líka lmgmyndir kynað-
greiningarstefnunnar i sessi. í langflestum auglýsingum er kon-
an annaðhvort vinnukona eða tælandi kynþokkadís. Annað
hvort froðufellir hún af sjúklegri lirifningu yfir einhverju sér-