Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 54

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 54
52 ÚRVAL „Star Tiger“ horfin með farþegum og áhöfn. Að líkindum hefði ekki orðið meira umtal um þetta mál, ef annað svipað slys hefði ekki átt sér stað tæplega ári seinna, sem ýfði upp þennan harmleik að nýju, það var flugvélin „Star Ariel“ frá sama fé- lagi. Áður en lagt var af stað, hafði flugstjórinn I. C. MacPhee, fullviss- að sig um hjá veðurfræðingunum, að veðurútlitið væri ágætt. Einnig hafði vélin verið nákvæmlega yfir- farin. En þrátt fyrir það náði „Star Ariel“ ekki ákvörðunarstað, sem var Kingston á Jamaica. MacPhee flugstjóri hafði í radioviðtali sagt frá því, að skyggni væri ágætt, og allt gengi eftir áætlun. En hérum- bil 200 sjómílum suðuvestur af Ber- munda, rofnaði allt radiosamband við „Star Ariel“. Víðtæk leit var hafin, en allt kom fyrir ekki, það fannst ekki tangur né tegund af vélinni. Aðstæðurnar voru merki- lega líkar „Star Tiger“ slysinu. Skýrsla leitarstjórnarinnar endaði á þessa leið: Vegna sannanaskorts, og sökum þess að enginn hlutur úr vélinni hefir fundizt, er orsök slyss- ins óþekkt. Á einu ári voru tvær flugvélar og 53 menn gersamlega horfið á Þríhyrningi dauðans. MÁLIÐ VERÐUR SÍFELLT DULARFYLLRA Þann 17. október 1954 hvarf am- erísk flugvél af gerðinni Super Constellation með 42 mönnum inn- anborðs skammt norður af Ber- munda. Heill her af skipum og flugvélum tók þátt í leit að flug- vélinni, en án minnsta árangurs. Á fimm ára tímabilinu frá 1961— 1965 fórust gersamlega 198 skip meira en 5000 lestir, þar af hurfu 5 gersamlega á Þríhyrningi dauðans, gildir sama máli um skip sem þarna farast, þeir voða viðburðir eru leyndardómnum huldir. Annan febrúar 1963 fórst olíu- flutningaskipið „Sulphur Queen“ gjörsamlega. Nokkrum mánuðum seinna hvarf fiskiskipið „Sono Boy“ með 40 manns innanborðs á leið til Jamaica. í tvær vikur fór fram nákvæm leit á því svæði sem álitið var að „Sono Boy“ hefði farizt en allt árangurs- laust. Margir svipaðir harmleikir hafa átt sér stað á þríhyrningnum, og ávallt á sama veg, engin vegsum- merki finnanleg, harmleikurinn hul- inn óhugnanlegri leynd. HVAÐ ER ÞAÐ SEM SKEÐUR? Það er óhugsanlegt að flugvél geti steypst í hafið og sokkið á fáeinum mínútum. Hitt er óskiljanlegra að skip snarsökkvi þannig, að skip- verjar geti ekki áttað sig á því hvað er að ske. Það sem menn vilja fá svarað, bæði þegar um flugvél og skip er að ræða, af hverju þetta skeður svo snögglega, að ekki tekst að senda út neyðarskeyti fyrr en um seinan. Hugsanlegt er, segja menn, að um sé að ræða neðansjávar eld- vörp, sem hafa opnast og sogið svo gífurlegt magn af sjó, að af því myndist ómótstæðilegt sog sem allt gleypi sem í námunda er. En þessi kenning hefir heldur ekki vakið tiltrú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.