Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
málin, sem „News“ leitaði aðstoðar almennings, fengu ekkert
svar, voru þeir orðnir vissir um að þessi hugmynd væri ekkert
annað en „enn eitt brjálæðislegt sölubragð fréttablaðs“. En
þriðja málið borgaði sig boðnir voru 1000 dollarar fyrir upp-
lýsingar um byssumann, sem liafði haldið smákaupmönnum
við Michigan Avenue í Detroit í greipum óttans um hríð.
Hann var kallaður „Micbigan Avenue Slim“ vegna þess bve
afskaplega bár bann var vexti og bve aðferð bans var tilbreyt-
ingarlítil. Hann kom inn í búð, tók sér einhverja vöru í hönd,
borgaði liana og kom síðan stuttu síðar og ógnaði starfsfólkinu
með byssu eða bníf meðan bann lét greipar sópa. Á fimm mán-
aða tímabili bafði bann þannig rænt 13 sölubúðir, og vegna
þessa ávana að kaupa ævinlega eitthvað fyrst, vissi lögreglan
orðið um útlit lians og klæðaburð, battstærð lians, skónúmer,
síddina á buxunum hans — yfirleitl allt nema nafnið.
Daginn eftir að „News“ birti á forsíðu frétt um 1000 dollara
launin fyrir upplýsingar frá „leynivitninu“, bringdi síminn á
borði Simmons. „Ég veit að hverjum þér leitið,“ sagði rödd,
„liann var rétt áðan inni í sportvöruverzlun og keypti patrónur
i skammbyssu og sjálfvirka hríðskotabyssu. Ég elti hann út á
götuna og náði númerinu á bílnum bans.“ Simmons sagði þeim
er hringdi að skrifa bréfstúf á dulmáli og senda það í pósthólf
„leynivitnisins“ til að vernda þannig rétt sinn til verðlaunanna.
Síðan bringdi bann i lögregluna. Fáum mínútum síðar kom lög-
reglubíll auga á bíl ræningjans og eftir tryllingslegan eltingar-
leik, hafði lögreglan uppi á manninum.
Þegar „Michigan Avenue Slim“ bafði verið handtekinn og
dæmdur, fóru lögregluforingjar að velta þessu betur fyrir sér
með leynivitnið, og annað mál, sem gerðist skömmu síðar, full-
vissaði þá um nytsemi „leynivitnisins“.
Arbie Jeter, 32 ára gamall starfsmaður í bakaríi, var að aka
lieim frá vinnu sinni, þegar bill skauzt allt í einu fram fyrir
liann. Jeter varð að traðka i skyndi á hemla sina til að lenda
ekki aftan á lionum. „Komdu þessari druslu þinni burt af veg-
inum,“ æpti binn ökumaðurinn að Jeter, en hann svaraði aðeins