Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 111
WALT DISNEY
109
aði Roy. „Lofum honum bara að
dilla sér.“ Og síðan hefur prinsinn
dillað sér, bæði í fyrstu útgáfu
myndarinnar og fjórum endurútgáf-
um, sem hafa gefið samtals 27 mill-
jón dollara brúttótekjur í aðra hönd.
Teiknikvikmyndin fékk sérstök
verðlaun frá Bandarísku kvik-
myndaakademíunni, Oscarsstyttu í
fullri stærð og sjö litlar styttur á
fótstalli, sem var eins og stigi í lag-
inu.
„FLEIRI DÝR“
Starfsfólki Walts hafði sífellt
fjölgað og var það nú orðið 1500
talsins. Walt færði nú út kvíarnar í
stórum stíl. Fyrst tilkynnti hann, að
nú ætti að hefja framleiðslu tveggja
teiknikvikmynda í fullri lengd,
myndarinnar „Bamba“ eftir hinni
gullfallegu sögu Felix Saltens um
dádýrskálfinn Bamba, og myndar-
innar „Gosa“ eftir sögu Carlos Col-
lodi um leikbrúðustrákinn, sem
langar til þess að verða lifandi
drengur.
Viðleitni hans til þess að komast
sem næst raunveruleikanum virtust
engin takmörk sett, og starfsfólk
hans fannst hinn geysilega mikli
áhugi hans bráðsmitandi. Vladimir
Tytla teiknari, sem fékkst við að
teikna Stromboli, leikbrúðumeist-
arann í „Gosa“, flæktist um í ítalska
hverfinu í Los Angeles vikunum
saman með kvikmyndatökuvél sína
og tók sífellt myndir af ýmsum íbú-
um, geðbrigðum fólks, allt frá bál-
reiðu fólki til fólks, sem yppti öxlum
á tjáningarfullan hátt í algerri upp-
gjöf. Aðrir menn sátu tímunum
saman í áhorfendaherbergi í sund-
laug og virtu vandlega fyrir sér glit-
leik birtunnar undir vatnsyfirborð-
inu til þess að ná hinum vissa blæ
fyrir strandatriðið í „Gosa“. Lög-
reglan rakst á einn starfsmann
Walts þar sem hann lá endilangur á
bakinu á gangstétt í þrumuveðri.
Hann dró hann með sér til lögreglu-
stöðvarinnar. En honum var sleppt,
þegar hann skýrði furðulega hegð-
un sína á þann hátt, að hann hefði
verið að „athuga eldingar".
Þegar 6 mánuðir voru liðnir,
ákvað Walt að bæta nýrri persónu
í myndina, sem átti að verða sögu-
maður og samvizka Gosa í senn.
Þetta var Jiminy Cricket. Þess vegna
kastaði hann á glæ afrakstri starfs,
sem kostað hafði 500.000 dollara.
Þessi æðislega viðleitni til þess að
ná fullkomnun jók kostnaðinn við
töku ,,Gosa“ svo gífurlega, að hann
komst að lokum upp í 2.7 milljónir
dollara.
Meðan á þessu stóð, var 500 manna
lið að vinna að gerð myndarinnar
„Bamba“. En það var eitthvað að.
Dádýrskálfurinn og heimili hans í
skóginum virtist verða lífvana á
teikningunum. Walt hélt, að hann
vissi ástæðuna. Hin lifandi fyrir-
mynd Bamba, fjögurra mánaða dá-
dýrskálfur, sem veiðidýravörður í
Mainefylki hafði útvegað, var allt of
gæfur og værugær. Hann bjó í þægi-
legu húsi í kvikmyndaverinu og var
alinn á mjólk eftir forskrift dýra-
læknis. Walt sendi því tvo mynda-
tökumenn í 7 mánaða myndatöku-
leiðangur um hið afskekkta og
hrikalega Katahdinfjalllendi í
Mainefylki. Og hafði þeim verið
skipað að taka ekki aðeins kvik-