Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL
42.500 dollara úr eigin vasa „News“ og 37.000 dollara úr öðrum
sjóðum.
Gegnum árin hafa nafnlausir uppljóstrarar oft komið á óvart.
Verið getur að sumir þeirra séu tengdir og flæktir í mál glæpa-
mannanna og séu að ná sér niðri á þeim, en samt virðast vera
til fleiri ástæður fyrir jiví að fólk gefi upplýsingar en slíkar. og
lieldur er ekki alltaf um að ræða ásókn í verðlaunaféð. Einn
uppljóstrari afþakkaði 3000 dollara verðlaun og bar því við að
liann væri ekkert að gera annað en þjöna skyldu sinni sem
borgari. Annar gaf verðlaunafé sitl til kirkjubyggingar. Sá
þriðji breyfði aldrei bönd eða fót til að sækja sitt verðlaunafé.
Núna er lögreglan í Detroit mjög ánægð með hinn nýja banda-
mann sinn. „Þessi aðferð befur brotið á bak aftur „friðhelgi“
afbrotamanna bér — almenningur stendur nú meira okkar meg-
in. „Leynivitnið“ er bezta gjöfin sem Detroit befur fengið
þetta er eins og að bafa tryggingu og við vitum að þetta ber ár-
angui'," segir Jolm Nicbols, lögregluforingi.
☆
Tengdafaðir .minn, sem er landsþekktur sálfræðingur, eignaðist fimm
börn. Við hjónin eigum sex lítil börn. E’inu sinni vorum við í heim-
sókn hjá tengdaforeldrum mínum, og þar var heill sandur af alls
konar frændum og frænkum, mágum og mágkonum og litlum bróður-
og systursonum og bróður- og systurdætrum. Og það gekk mikið á i
húsinu. Skyndilega kom Rebekka, fimm ára gömul dóttir okkar, þjót-
andi til okkar, iþar sem við fullorðna fólkið sátum yfir kaffibollum og
röbbuðum saman. Hún tilkynnti okkur, að hann George okkar, þriggja
ára gamal! ólátabelgur, hefði óvart læst sig inni í baðherbergi uppi á
lofti.
Allir urðu mjög áhyggjufullir á svip við þessar fréttir. „Verið ekki
óttaslegin," sagði tengdafaðir minn þá huggunarrómi. „Það eru tvö
baðherbergi hérna niðri."
Arlene C. Crane.
Maður einn lýsti atferli konu sinnar í útilegu á eftirfarandi hátt:
„Þegar hún æpir, veit ég aldrei hvort é.g á að grípa riffilinn minn
eða flugnaveiðarann."