Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 53

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 53
ÞRÍHYRNINGUR DAUÐANS 51 „Djöfla þríhyrningnum" eins og hann er kailaður í sumum löndum. Með skipinu fórust 309 manns, án þess að nokkur merki um afdrif skipsins eða fólksins fyndust. í desembermánuði 1945 var deild Avenger sprengjuflugvéla 5 talsins frá Fort Lauerdale í Florida á æf- ingarflugi í nágrenninu. í radiotækj- um heyrðist að áhafnir vélanna áttu tal saman. Skyggni var gott og elds- neytisforði vélanna nógur. Allt í einu rofnaði sambandið og það reyndist ómögulegt að ná radiosam- bandinu aftur. Engum datt í hug í alvöru, að vélarnar væru horfnar, en til öryggis voru sendar af stað leitarvélar. Ein þessara véla missti radiosam- bandið við hinar leitarvélarnar, og kom aldrei fram. Ekki fundust held- ur nokkur merki um, hvernig sprengjuflugvélarnar 5 hefðu farizt. Þríhyrningur dauðans hafði enn krafizt nýrra fórna, 6 flugvéla og 27 manna. Enginn veit hvað kom fyrir, og þessi leyndardómur er ekki sá eini sem liggur í skjalageymslum bandaríska hermálaráðuneytisins. EINS OG HORFIN TIL HIMNA í London West End eru höfuð- stöðvar almennu flugþjónustunnar, og deild sú, sem stjórnar ieitarflugi, þegar um flugslys er að ræða, hefir söguleg gögn fyrir því, að tvær brezkar farþegaflugvélar .hurfu á áðurnefndu svæði með ársmilli- bili. Þann 29. janúar 1948 hvarf flug- vélin „Star Tiger“ með 8 manna áhöfn og 25 farþegum og hefir ekk- ert til hennar spurst. Veðrið var eins og bezt varð á kosið. Flugstjórinn á vélinni, B.W. McMillan, var þaul- reyndur herflugmaður. Hann hafði haft radiosamband við flugvöllinn á Bermuda, og um morguninn 30. janúar fékk hann staðfestingu á því, að stefna hans væri rétt, og allt virt- ist vera í lagi. Þrjátíu og fimm mín- útum seinna var „Star Tiger“ ger- samlega horfin. í fimm daga var leitað en árang- urslaust. Eitt hundrað og fjórai flugferðir voru farnar í samtals 880 flugstundir. Þrjátíu skip leituðu um svæðið þvert og endilangt. Ekki fundust svo mikið sem olíublettir, enn síður flakhlutar, lifandi menn eða látnir. í skýrslu leitarstjórnar- innar stendur: „Vér höfum enga sennilega ástæðu til að trúa því, að tækin hafi bilað og hún hafi villzt af leið og orðið eldsneytislaus. Vér erum heldur ekki þeirrar skoðunar að um hafi verið að ræða smíðagalla, skakka stefnu eða bruna í hreyfl- unum.“ Skjölin voru lögð til geymslu með þessari athugasemd: SvæðiS sem nefnt er Þríhyrningur dauöans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.