Úrval - 01.12.1971, Side 53
ÞRÍHYRNINGUR DAUÐANS
51
„Djöfla þríhyrningnum" eins og
hann er kailaður í sumum löndum.
Með skipinu fórust 309 manns, án
þess að nokkur merki um afdrif
skipsins eða fólksins fyndust.
í desembermánuði 1945 var deild
Avenger sprengjuflugvéla 5 talsins
frá Fort Lauerdale í Florida á æf-
ingarflugi í nágrenninu. í radiotækj-
um heyrðist að áhafnir vélanna áttu
tal saman. Skyggni var gott og elds-
neytisforði vélanna nógur. Allt í
einu rofnaði sambandið og það
reyndist ómögulegt að ná radiosam-
bandinu aftur. Engum datt í hug í
alvöru, að vélarnar væru horfnar,
en til öryggis voru sendar af stað
leitarvélar.
Ein þessara véla missti radiosam-
bandið við hinar leitarvélarnar, og
kom aldrei fram. Ekki fundust held-
ur nokkur merki um, hvernig
sprengjuflugvélarnar 5 hefðu farizt.
Þríhyrningur dauðans hafði enn
krafizt nýrra fórna, 6 flugvéla og 27
manna. Enginn veit hvað kom fyrir,
og þessi leyndardómur er ekki sá
eini sem liggur í skjalageymslum
bandaríska hermálaráðuneytisins.
EINS OG HORFIN TIL HIMNA
í London West End eru höfuð-
stöðvar almennu flugþjónustunnar,
og deild sú, sem stjórnar ieitarflugi,
þegar um flugslys er að ræða, hefir
söguleg gögn fyrir því, að
tvær brezkar farþegaflugvélar .hurfu
á áðurnefndu svæði með ársmilli-
bili.
Þann 29. janúar 1948 hvarf flug-
vélin „Star Tiger“ með 8 manna
áhöfn og 25 farþegum og hefir ekk-
ert til hennar spurst. Veðrið var eins
og bezt varð á kosið. Flugstjórinn á
vélinni, B.W. McMillan, var þaul-
reyndur herflugmaður. Hann hafði
haft radiosamband við flugvöllinn á
Bermuda, og um morguninn 30.
janúar fékk hann staðfestingu á því,
að stefna hans væri rétt, og allt virt-
ist vera í lagi. Þrjátíu og fimm mín-
útum seinna var „Star Tiger“ ger-
samlega horfin.
í fimm daga var leitað en árang-
urslaust. Eitt hundrað og fjórai
flugferðir voru farnar í samtals 880
flugstundir. Þrjátíu skip leituðu um
svæðið þvert og endilangt. Ekki
fundust svo mikið sem olíublettir,
enn síður flakhlutar, lifandi menn
eða látnir. í skýrslu leitarstjórnar-
innar stendur: „Vér höfum enga
sennilega ástæðu til að trúa því, að
tækin hafi bilað og hún hafi villzt
af leið og orðið eldsneytislaus. Vér
erum heldur ekki þeirrar skoðunar
að um hafi verið að ræða smíðagalla,
skakka stefnu eða bruna í hreyfl-
unum.“ Skjölin voru lögð til
geymslu með þessari athugasemd:
SvæðiS sem nefnt er Þríhyrningur
dauöans.