Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
og sögui' fara af. En barátta kvenna gegn slíkum yfirráðum
hefur einnig verið staðreynd frá alda öðli. Árið 215 f. Kr. börð-
ust konur í Róm með góðum árangri gegn lögum um, að þær
mættu ekki eiga nema mjög takmarkað magn af gulli og að þær
mættu ekki aka um í vögnum innan mílu vegar frá Róm. í rúst-
uuf Pompeji getur að líta vigorð á veggjuuum, þar sem hvatt er
til að kjósa konur í stjórn borgarinnar. Árið 1847 skrifaði Cliar-
lotte Bronté i skáldsögu sinni, Jane Eyre, að konur þyrftu að fá
sama tækifæri og karlar til þess að nota heila sinn og að það
ætti ekki að meina þeim að starfa að öðrum hugðarefnum en
búðingagerð og sokkaprjóni. Og þannig befur þetla gengið til
um alda raðir.
Kvenréttindahreyfingunni í Ameríku var ekki vel tekið í
fyrstu, heldur með háði og auðmýkingum. Bandarískar kven-
réttindakonur höfðu ferðazt til Englands til þess að sitja ráð-
stefnu gegn þrælahaldi, sem haldin var í Lundúnum árið 1840.
En þar var þeim meinað um þátttökurétt, vegna þess að þær
voru konur. Átla árum siðar gengust þær Lucretia Mott og Eliza-
beth Cady Stanton fyrir kvennaþinginu í Seneea Falls, og þar
var gefin út yfirlýsing, sniðin eftir Sjálfstæðisyfirlýsingunni, og
í henni var krafizt jafnræðis karla og kvenna, hvað snerti at-
vinnu og menntun, kosningarétt og eignarrétt, einnig afnám ým-
issa viðja, sem konur voru enn í, og afnáms yfirráða karlmanna
yfir kirkjunni. Einnig bættu konurnar á jiinginu því við í yfir-
lýsingu sinni, að þær byggjust við því, að kröfur þeirra yrðu
mistúlkaðar og hafðar að háði og spotti.
Árin, sem á eftir fylgdu, sönnuðu, að þær höfðu rétt fyrir sér.
í ritstjórnargrein einni í New York Herald stóð þetta: „Hverjar
eru þessar konur? Hvað vilja þær?“ (Hljómar þetta kunnug-
lega?). Síðan var kvenréttindakonum lýst sem „piparmeyjum,
sem hafi aldrei haft neina persónutöfra til að bera.“ Þegar Sus-
an B. Anthony lagði fram bænarskjal á löggjafarþingi New
Yorkfylkis árið 1856, þar sem farið var fram á, að konum yrði
veittur kosningaréttur, vísaði laganefnd fylkisþingsins lienni frá
með þeirri lítilsvirðandi athugasemd, að „konurnar Iiafi alltaf