Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
að hafa unnið eftirvinnu í tvö ár.
„Þá látum við hann bara ekki segja
eitt orð,“ sagði Walt að lokum.
Morgun einn kom Roy inn í skrif-
stofu Walts og færði honum hroða-
legar fréttir. Hann sagði Walt, að
þeir yrðu að fá lánaða 250.000 doll-
ara í viðbót til þess að ljúka mynd-
inni. „Sem tryggingu fyrir láninu
verðurðu að sýna bankastjórun-
um það af Mjallhvíti, sem við höf-
um þegar lokið við,“ sagði Roy.
Walt hafði alltaf haft á móti því
að leyfa nokkrum utanaðkomandi
aðilum að sjá ófullgerða mynd. En
Roy hófst samt handa við að undir-
búa slíka sýningu fyrir bankastjór-
ana. „Bróðir minn hafði fundið sér
eitthvert annað viðfangsefni, þegar
sýningardagurinn rann upp,“ sagði
Walt.. „Ég varð að sitja aleinn hjá
Joe Rosenberg, varaforseta Amer-
íkubanka, og reyna að fá hann til
þess að trúa svo fast á möguleika
myndarinnar, að hann samþykkti
að lána okkur 250.000 doliara.“
Walt hóf þennan söluáróður sinn
og var mjög taugaóstyrkur. Full-
gerðir kaflar úr myndinni birtust
á tjaldinu hver á fætur öðrum, en
inn á milli komu svo atriði, sem
voru ófullgerð, þ.e. frumdrættir, sem
sýndu atburðarásina á svipaðan hátt
og í risavaxinni teiknimyndasögu.
„Hér verðið þér að ímynda yður
atriðið, þegar dvergarnir koma heim
úr námunni “ sagði Walt. Rosenberg
kinkaði bara kolli.
Walt athugaði vandlega svip
bankastjórans er hvert atriðið fylgdi
á eftir öðru. Hann var að ieita þar
að svipbrigðum, er gætu gefið hon-
um til kynna, hver viðbrögð vara-
forsetans væru. En hann sá alls eng-
in svipbrigði á andliti hans. Hann
brosti jafnvel ekki, þegar skógar-
dýrin hjálpuðu Mjallhvíti að laga til
í húsi dverganna og notuðu þá róf-
urnar sem sóp. Hann sýndi heldur
engin svipbrigði, þegar hann heyrði
söngvana „Blístraðu, meðan þú vinn-
ur“ og „Einhvern tíma kemur prins-
inn minn“. Walt fannst sem maginn
væri að verða að einum ísklump.
Rosenberg gekk strax út, eftir að
kveikt var. Hann sagði, að veðrið
væri gott... og svo geispaði hann!
Enn gat ekki að líta nein svipbrigði
á andliti hans. Hann lagði af stað í
áttina til bílastæðisins með Walt á
hælum sér eins og lítinn hund. Rétt
áður en Rosenberg ók af stað, leit
hann á listamanninn hugsandi á
svip. ,,Walt,“ sagði hann, „þér eigið
eftir að græða sand af peningum á
þessari mynd.“
Rosenberg hafði rétt fyrir sér, þó
að oft lit.i heldur skuggalega út al-
veg þangað til myndin varð loks til-
búin. Þegar Walt sat mjög tauga-
óstyrkur og horfði á leyniprófsýn-
ingu myndarinnar þ. 6. desember,
tók hann eftir slæmum galla í loka-
atriðinu, þar sem prinsinn nálgast
likbörur Mjallhvítar. Honum rann
kalt vatn milli skinns og hörunds.
Prinsinn gekk ekki, heldur virtist
hann dilla sér áfram í jazzstíl eins
og dansari í næturklúbb. Roy var á
sama máli og Walt, að það væri
slæmt að senda myndina þannig á
markaðinn. „Það er hægt að laga
þetta,“ sagði Walt, „og líklega kost-
ar það ekki meira en 300.000 doli-
ara.“
„Þú ert búinn að segja nóg,“ svar-