Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 115

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 115
WALT DISNEY 113 anna og íbúa þeirra en nokkrir ljós- myndarar höfðu áður gert. Ef til vill væri hægt að gera slíkt hið sama í Alaska, á svæði, sem hann hafði nú fengið geysilegan áhuga á, þar eð hann áleit það vera síðasta ó- numda svæðið í Bandaríkjunum. í fyrstu fálmaði Walt sig aðeins áfram í þessu efni. Og fyrstu fyrir- skipanir hans til hjónanna Alfreds og Elmu Milotte, sem höfðu náttúru- kvikmyndun að atvinnu, voru því heldur óljósar. Hann sagðist líklega geta notað hvers konar heimildar- myndir, er sýndu þróun Alaska nú- tímans, um námur og námugröft, fiskveiðar og vegalagningu. En þeg- ar nokkrir mánuðir höfðu liðið og búið var að taka geysilegt magn af myndum og senda þær til Disney, sendi hann þeim svohljóðandi stutt- ort skeyti: „Of margar námur. Of margir vegir. Fleiri dýr!“ Það var sem Milotte hefði fengið skyndileg- an innblástur, þegar hann sendi Dis- ney svohljóðandi svarskeyti: „En hvað um loðseli?" Árum saman hafði Milotte þráð að geta heimsótt hinar kletóttu Pribil- ofeyjar til þess að taka þar myndir af einu furðulegasta fyrirbrigði náttúrunnar, tilhugalífi, eðlun og fæðingu IV2 milljón sela, sem hverfa svo að lokum á eins dularfullan hátt og þeir birtast skyndilega við eyj- una á ári hverju. Walt geðjaðist strax að þessari hugmynd. „Kvik- myndið loðseli," hljóðaði hið stutt- orða svarskeyti hans. í tæpt ár lifðu Milottehjónin frumstæðu lífi á Pribilofeyjum. Þau héngu stundum tímunum saman í strengstólum uppi yfir björgunum, sem ískaldar öldurnar skullu á. Og þau sendu samtals yfir 30.000 fet af kvikmyndafilmum til kvikmynda- vers Disneys í Burbank. Þar voru myndirnar klipptar og tengdar saman og gerð úr þeim hin sögulega heimildarkvikmynd „Selaey“. Þeir, sem sáu um dreifingu og leigu mynda Disneys, neituðu að taka myndina eftir að hafa séð hana á fyrstu einkasýningunni. Þeim fannst hin óvenjulega millilengd myndar- innar vera mjög varhugaverð, en sýningartíminn var 31 mínúta. „Þeir vilja bara ekki kaupa hana,“ sagði Roy og kvartaði hástöfum. „Þeir segja allir: Hver kærir sig um að glápa á seli liggjandi á berum klettum?" Það fékkst svar við þessari spurn- ingu, þegar Osearsverðlaun Banda- rísku kvikmyndaakademíunnar voru veitt árið 1948. „Selaey“ vann Os- carsverðlaunin fyrir bezta tveggja spólu kvikmyndaefnið. Og milljónir manna sáu þessa mynd ásamt síðari heimildarmyndum Disneys, svo sem „Afríkuljóninu“ og „Sléttunum, sem eru að hverfa“ Og því var eins far- ið með alla þessa mörgu áhorfendur og Walt sjálfan. Þeir höfðu unun af því að fá slík stórkostleg tækifæri til þess að heimsækja þessa dýrðar- heima Móður Náttúru, sem voru enn ómengaðir. EINS KONAR DISNEYLAND Þegar dætur Disneys, þær Diane og Sharon, voru ungar, var laugar- dagurinn alltaf „Dagur pabba", og Walt eyddi oft síðdeginu með þeim í skemmtitækjagarði þar í nágrenn- inu. „Þetta voru mestu hamingju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.