Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
með stuðningi alþýðu manna í
Moskvu og Moskvuhéraði, já og
sovétþjóðarinnar allrar. En þá hafði
óvinunum tekizt að rjúfa víglínuna
og umkringja hluta sovézka hersins.
Göbbels básúnaði að Moskva mundi
falla á næstunni. En harðfylgi so-
vézka hersins, skipulagsstarf- flokks-
ins og herstjórnarlist yfirberstjórn-
arinnar sáu til þess, að af því varð
ekki. Sovétmenn stóðust raunina
þrátt fyrir miklar fórnir. Þýzku her-
irnir í ,,Zantr“ voru neyddir til að
stöðva sókn sína.
Sovézka herstjórnin notaði tím-
ann til að efla herinn á vesturvíg-
stöðvunum og svo varnarmannvirki
Her Hitlers bjó sig undir nýja sókn
til Moskvu. Fyrra helming nóvem-
bermánaðar dró óvinurinn saman
tvo öfluga sóknarheri, sem 15.—16.
nóv. hófu sókn sem miðaði að því
að umkringja Moskvu frá norðri og
suðri.
Enn hófust blóðugir bardagar.
Herir Rússa börðust af fádæma
hetjuskap undir hinu fleyga vígorði
„Rússland er mikið, en hvergi má
hörfa, því að baki okkar er Moskva.“
Allan nóvember var barizt af hörku
og um mánaðamót tókst óvinunum
að sækja nokkuð fram fyrir norð-
vestan og suðaustan borgina. Lengra
komust fasistar ekki. Með öflugum
gagnáhlaupum var sóknin stöðvuð
fyrir fullt og allt. Herirnir í ,,Zentr“
höfðu beðið það afhroð að þeir urðu
að taka tillit til raunverulegra
möguleika sinna og því stöðva sókn-
ina í byrjun desember. Þar með var
iokið erfiðasta þættinum, varnar-
þættinum, í orrustunni um Moskvu.
„BARBAROSSA“
ÁÆTLUNIN HRYNUR
Þar með hafði leifturstríðsáætlun
Hitlers, ,,Barbarossa“, verið hnekkt.
Sovézki herinn fékk skilyrði til
gagnsóknar, sem beindist að því að
herirnir á Vesturvígstöðvunum
skyldu í samvinnu við næstu heri
vinna bug á sóknarörmum andstæð-
ingsins, þeim er áttu að umkringja
Moskvu. Yfir þessum vígstöðvum
voru þeir hershöfðingjarnir Georgi
Zjúkof, Ivan Konéf og Semjon Tímó-
sjenko marskálkur.
Gagnsókn sovézku herjanna hófst
5.—6. desember og lauk í janúar
1942. Þetta var fyrsta þýðingar-
mikla sóknaraðgerð Rauða hersins
í stríðinu — leiddi hún til þess að
framsveitir óvinarins urðu að hopa
um allt að 350 km frá stöðu sinni
5. desember 1941.
ÞÝÐING SIGURSINS
VIÐ MOSKVU
Sigur Rauða hersins við Moskvu
hafði gífurlega þýðingu fyrir ástand-
ið á öðrum vígstöðvum. Andspyrnu-
hreyfingin í hernumdu löndunum
efldist.
Vestrænir herfræðingar og stjórn-
málamenn hafa síðar skrifað um að
sigurinn við Moskvu skipti sköpum
í stríðinu. Churchill segir í yfirliti
um aðstæður á vígstöðvunum í des-
ember 1941: „Nú skipti það mestu
um framvindu stríðsins, að áform-
um Hitlers hefur verið hnekkt í
Rússlandi“. Franski hershöfðinginn
Chassin skrifar: „Árinu 1941, þegar
þýzku forræði átti að koma á. í
Evrópu, lauk með herfilegum ósigri