Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
dagar lífs jníns,“ sagði Walt síðar.
„Þær fóru í ferðalag í hringekj un-
um, og ég sat þarna á bekk og
borðaði hnetur. Ég sat þarna einn og
hafði því gott næði til þess að hugsa.
Og mér datt það oft í hug, að það
ætti að koma einhverju alveg nýju
á laggirnar, eins konar fjölskyldu-
skemmtigarði, þar sem foreldrar og
börn gætu skemmt sér saman.“
Hann sá í anda sinn eigin skemmti-
garð, sem grundvallaður yrði á sög-
um og persónum úr Disneymyndum.
Þetta átti að verða meira en venju-
legur skemmtigarður. Þetta átti að
verða einskonar sérstakt Disney-
land, engu öðru líku.
Hann gat ekki vakið áhuga Roys
á þessum hugmyndum. „Hvenær
sem ég fer niður á skrifstofu og
reyni að ræða við bróður minn um
þetta,“ sagði Walt, „þá verður hann
alltaf skyndilega önnum kafinn við
einhverjar tölur, svo að það fór svo
að lokum, að ég þorði ekki að nefna
þetta á nafn lengur.“ Fyrsta hug-
mynd hans árið 1952 var sú að
koma upp skemmtitækjagarði á litlu
auðu svæði við hliðina á kvik-
myndaverinu. En því meira sem
hann hugsaði um garð þennan, því
stærri varð hann.
Áætlun hans var sú að hafa eitt
inngönguhlið, en á baki hliðinu áttu
að vera fjögur aðskilin svæði: Æv-
intýralandið, Landnemalandið,
ímyndunaraflslandið og Framtíðar-
landið, draumalönd bernskunnar,
endursköpuð úr plasti og stein-
steypu. Það átti alltaf að ríkja vor
eða sumur í þessum ævintýralönd-
um. Og það átti að vera hægt að
komast til þeirra beint af Aðal-
stræti í Bandaríkjunum, þ.e. hinni
venjulegu aðalgötu venjulegs banda-
rísks smábæjar. En fyrirmynd hans
að þeim smábæ var bærinn Marce-
line á bernskustöðvum hans eins og
hann hafði litið út fyrir 50 árum.
Þar átti allt að líta út eins og það
hafði litið út heima í Marceline fyr-
ir hálfri öld, íbúðarhúsin og verzl-
anirnar og klæðnaður afgreiðslu-
fólksins, sem spígsporuðu um Aðal-
stræti. ísbúðirnar áttu að vera eins
og þær voru í gamla daga, og það
átti að leika sams konar tónlist og
þá hafði verið leikin. Framundan
Aðalstræti átti svo að bíða kastali
Mjallhvítar, en í kringum skemmti-
garðinn áttu að liggja járnbrautar-
teinar, sem gömul lest átti að ganga
eftir með blásandi eimreið í farar-
broddi. Og á kvöldin áttu þúsund
ljós að blika á hjólaskipinu „Mark
Twain“, er það kæmi fyrir bugðu
á eftirlíkingu af Mississippiánni, líkt
og gufuskipin höfðu gert í bókun-
um, sem Walt hafði lesið í bernsku.
Mikki mús átti að verða fyrstur til
þess að bjóða gesti velkomna í
töfraheim skapara síns, en hvar-
vetna áttu gestir svo að rekast á
ýmsar Disneypersónur, hundinn
Pluto, Andrés önd eða Mjallhvíti.
Disney hófst nú handa af fítons-
krafti. Hann beindi nú allri orku
sinni að því að láta þennan draum
sinn rætast. Fyrst tók hann 100.000
dollara lán út á lífsábyrgðina sína.
Síðan tók hann veðlán út á hluta-
bréfaeign sína,, húsið sitt og
húsgögnin. „Draumar bjóða ekki
upp á nægilega veðtryggingu,"
sagði hann einu sinni. Nú varð að
gera hið ómögulega mögulegt, og