Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 51
ÞAK HEIMSINS RÍS ENN HÆRRA
49
kannski enn kunnari en Abramof,
enda stærri, og talið er að hann hafi
að geyma allt að þúsund ára gaml-
an klaka. Það er jarðfræðingur frá
Uzbekistan, V.A. Litosh að nafni,
sem þetta hefur reiknað út.
En nú er Fedtsjenko-jökullinn á
undanhaldi og reyndar hafa jökl-
arnir í Pamír almennt hopað sem
svarar einum af hundraði síðustu
25 árin.
Á undanförnum árum hafa jökul-
vötnin, og þá m.a. fljótin sem eiga
upptök sín í jöklum Pamírfjalla, í
auknum mæli verið notuð til
áveitna. Þannig sér nýjasti áveitu-
skurðurinn frá jökulvötnunum um
30 þús. ekrum lands í Suður-Kaz-
akhstan fyrir vætu.
Umferðarlögregluiþjónn elti ökumann einn, sem ók allt of hratt, og
náði honum að lokum og gaf honum merki urn að stanza. „Ég er
góður vinur borgarstjórans," sagði sökudólgurinn þá. „Ágætt,“ svaraði
umferðarlögregluþjónninn, um leið og hann skrifaði á hann sektarmiða.
„Nú veit hann, að ég stend vel í minni stöðu.“
Paul Sweeney, ritstjóri timaritsins ,,The Quarterly", var nýlega orð-
inn faðir í annað sinn. En nú var liðinn svo langur tlmi, siðan fyrra
barnið leit dagsins ljós, eða rúmur áratugur, að iþau hjónin voru farin
að ryðga i boðum og bönnum nútímauppeldisfræðinga um smábarna-
og barnauppeldi. „Sko, ég varð að skreppa út í bókabúð og kaupa nýtt
eintak af bókinn ihans dr. Spocks, „Uppeldi ungbarna og barna“,“ sagði
Sweeney, ,,Því að þetta 16 ára gamla eintak okkar losnaði allt í sundur,
þegar ég henti því í 9 ára gamlan son okkar árið 1968."
Dean Martin kvartaði eitt sinn yfir því við matargest einn í nætur-
klúbbi í Las Vegas, þar sem hann var að skemmta gestum, að hann
virtist hafa miklu meiri áhuga á matnum en skemmtiatriðum þeim,
sem boðið væri upp á. ,,Mér Þykir það leitt,“ svaraði matargesturinn,
„en ég heí séð söngvara áður og heyrt í þeim. En þetta er í fyrsta
skipti, sem ég sé 12 dollara steik."
Fjögurra daga vinnuvikan er að fá byr undir báða vængi í Banda-
ríkjunum. Hún hefur þegar verið tekin upp viðs vegar um Bandaríkin,
þó að henni sé reyndar dreift á fimm daga.
Bíll Vaughan.
En spurningin er bara sú, hvort fjögurra daga vinnuvika veiti okkur
nægan tima til þess að jafna okkur eftir þriggja daga helgi?
Lane Ollinghouse.