Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 63
UIN HEILAGA PÍLAGRÍMSFERÐ TIL MEKKA
61
Við stöðina Muzdalifa, sem er við veginn, stanza pílagrím-
arnir til þess að lína þar npp steina, en þeim eiga þeir að kasta
næsta dag í þrjár steinsúlur, sem standa í bænum Mina, sem
vegurinn liggur um. Súlur þessar tákna Satan, og hámark Eid
al-Adha, Hátíðar fórnardagsins, er að grýta djöfulinn. Að lok-
um fórnar liver pílagrimur dýri eða borgar einhverjum öðrum
fyrir að gera það fyrir hann.
Nú er hadjtrúarhátíðinni lokið. Borgin Jiddah hefur næstum
tæmzt, meðan á hátíðahöldunum stóð, en nú búa menn sig þar
undir ósköpin, sem dynja yfir, ])egar manngrúin snýr þangað
aftur og býst til þess að lialda burt. Pílagrímarnir eru kátir og
þolinmóðir líkt og áður. Og nú eru þeir þar að auki hreyknir,
því að liéðan í frá munu þeir bera virðingartitilinn „IIadji“ fyrir
framan nafn sitt, en hann fá þeir, sem farið hafa í hina heilögu
pílagrímsferð lil Mekka.
☆
Jólin voru á enda. Upp úr áramótunum fóru tveir prestar i bænum
okkar að stríða þeim þriðja, af því Betlehems-fjárhúsið, sem hafði ver-
ið sett upp við kirkjuna, stóð þar enn þá. Tréstytturnar af Jesúbarn-
inu, Mariu mey, Jósef og vitringunum höfðu að vísu verið teknar burt,
en fjárhúsið var þarna enn þá og einnig heypokarnir. Og i janúarlok
stóð fjárhúsið þarna enn iþá. Þá misstu prestarnir tveir alveg þolin-
mæðina og ákváðu að láta til skarar skríða. Þeir gátu ekki afborið
þetta hirðuleysi öllu lengur. Þeir settu stórt skilti á staðinn, þar sem
jatan hafði staðið. Og á því stóð: FARIN TIL EGYPTALANDS.
Frú Edward R. Jaeger.
Ég var nýbúin að kaupa geysilega skrautleg lök í æðislegum litum
og setti þau á rúmið, áður en maðurinn minn kom heim úr vinnunni.
Ég héit kyrru fyrir frammi í baðherbergi um kvöldið, þangað til hann
hafði svipt rúmteppinu af rúminu. Ég varð fyrir vonbrigðum, þegar ég
heyrði ekki nein undrunarhróp. Ég hætti mér samt inn í svefnher-
bergið. Þá lá hann hinn rólegasti mitt í þessu litaflóði.. . með sól-
gleraugun sin á nefinu.
Rita Weber.