Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 114

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 114
112 ÚRVAL myndir af dádýrum heldur einnig af öllu því, sem gæti hjálpað teiknur- um, sem voru aldir upp í stórborg- um, að komast í betri tengsl við náttúru, af fótaíörum, sem bjarnar- ungi hafði skilið eftir, heslihnetum, fjallalindum og fallna trjábolnum, sem Bambi átti að klöngrast yfir, þegar hann var að byrja að læra að ganga. Walt hafði haft nokkra ágirnd á 51 ekru landi í Burbank í San Rern- andodalnum. Og nú hófst hann þar handa um byggingu geysistórs kvik- myndavers. Þar voru lagðir snotrir stígar, sem hlutu ýmis kátleg nöfn, svo sem Mikkabraut og Kjánakinn. Þar lét hann reisa glæsilegar bygg- ingar fyrir samtals 3.330.000 dollara með fjórum fullkomnum hljóðupp-, tökuleiksviðum, 800 sæta kvik- myndahúsi, loftkældum rannsókn- arstofum og teiknivinnusölum. Hvenær sem stungið var upp á því, að hann reyndi að spara svo- lítið, tók hann því þannig, að það væri verið að reyna að koma í veg fyrir, að draumar hans gætu rætzt. Og oft lenti hann í hörkurifrildi við Roy. Þrátt fyrir velgengni Mjall- hvítar vofði gjaldþrot yfir fyrirtæk- inu enn á ný. Þýzkaland hafði ráð- izt á Pólland og síðari heimsstyrj- öldin var því hafin, þegar bygging kvikmyndaversins var svo langt komin, að Walt og starfsfólk hans byrjaði að flytja þar inn. Og í árs- byrjun 1940 eyðilagðist kvikmynda- markaðurinn í Evrópu, en hann nam 45% af heildarveltu fyrirtækisins. Það varð 1 milljón dollara tap á Gosa. Og það varð einnig 1 milijón dollara tap á Fantasíu, en í þeirri mynd gerði hann glæsilega tilraun til þess að blanda saman teikni- myndum og sígildri tónlist. Og það varð einnig 400.000 dollara tap á Bamba. Fyrirtækið skuldaði því 4.5 milljón dollara! Walt hló bara. „Roy“, sagði hann, „manstu, þegar við gátum jafnvel ekki fengið þús- und dollara að láni?“ Þessi sífellda þörf fyrir að spara ergði Disney og hefti ímyndunarafl hans. Og eftir að styrjöldinni lauk, varð hann hlédrægari. Stundum fékk hann skapillskuköst, þegar hann var á eftirlitsferðum um kvik- myndaverið. Starfsfólkið kom því upp aðvörunarkerfi. Það voru sömu aðvörunarorðin og Bambi hafði not- að, þegar hann gaf dýrunum í skóg- inum aðvörunarmerki: „Það er kominn maður í skóginn!“ Þegar Walt var í þessum eftirlitsferðum sínum, barst því þessi aðvörun á undan honum frá einni deild til ann- arrar: „Það er kominn maður í skóg- inn!“ Á heimili sínu í Bel Air hverf- inu dró hann sig oft í hlé og hélt kyrru fyrir í vinnustofu sinni, hlöðu, sem minnti á hlöðuna heima á Crane-búgarðinum. Og þar eyddi hann hverjum tímanum á fætur öðr- um í þungum þönkum oft langt fram á nótt. Það fór nú eins og svo oft áður er hann hafði átt við erfiðleika að stríða. Hann sneri sér til dýranna til þess að leita huggunar hjá þeim. Þegar kvikmyndatökumenn hans höfðu eigrað um óbyggðir Maine- fylkis til þess að taka þar myndir af ýmsu, sem byggja mætti ýmis atriði ,,Bamba“ á, höfðu þeir rannsakað nánar ýmsa leyndardóma óbyggð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.