Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 81
ELDSVOÐI Á BORPALLI B
79
sinnar, hófu þeir að skipuleggja árás á eldinn. „Við vildum vitan-
lega ekki slökkva hann,“ sagði Nelson, „eldurinn varði nefni-
lega flóann og ströndina fyrir hræðilegri olíumengun og
skemmdum af mengunarvöldum. Við vildum heldur kæfa eld-
inn j)ar sem hann kom upphaflega upp — koma í veg fyrir
áframhaldandi olíurennsli upp á við. Stöðva uppstreymið 12—
14 þúsund fetum neðanjarðar.“
Fyrirætlun þeirra var að koma með hortæki fast að eldinum
og' reyna að hora rásir niður í olíulindina til að létta þrýstingd
af rásunum sem fyrir voru. Til þess að ná þessu yrðu þeir að
bora gegnum 250 fet af sjó og ríflega 2 mílur niður í gegnum
jarðveg og reyna þannig að hitta á þann punkt, og mátti ekki
skakka meira en 25 fetum, sem B21 hafði sína olíu frá.
Síðan átti blöndu leirs, vatns og efnis, sem kallast borunar-
leðja að vera dælt niður nýju rásina. Leðja þessi myndi hland-
ast olíunni og gasinu við rásina frá B21 og sogast síðan upp í op
oliurásarinnar, þar sem hlanda j)essi myndi hnoðast saman og
stífla gatið og þannig taka fyrir olíustreymið upp úr lindinni.
Borunin var erfiðasti hjallinn að klífa í sainbandi við þessa
áætlun.
Fundir stóðu langt fram á nótt þar sem áætlanir voru smíð-
aðar, en á meðan var mönnum, tækjum og vistum mjakað nær
og nær eldinum. Öryggiseftirlitið, strandgæzlan og fleiri slíkir
opinberir aðilar urðu að samþykkja fyrirætlun og plön Shell
í baráttunni við eld og mengun.
Tveimur vatnsdælum var komið fyrir, og dældu þær 13.000
gallonum af vatni á mínútu hverri á brennandi hor-pallinn en
J)að var gert lil þess að reyna að koma i veg fyrir að hann springi
á öllum samskeytum af hitanum. Dráttarbátar drógu fimm
krana frá mismunandi stöðum við Mexíkóflóa, en kranar þessir
voru síðan notaðir við að hora aukarásina niður í olíulindina.
Pantanir voru sendar til allra hluta landsins og beðið um sam-
tals 60 mílur af pípum fyrir viðhótarrásina. Komið var fyrir
símalinum sem teygðu sig yfir meira en 400 mílur milli hinna
mismunandi starfsflokka er unnu við slökkvistarfið umhverfis