Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
eldinn. Við korunina þurfti 165.000 gallon af fersku vatni dag-
lega til að kæla borinn, en því til viðbótar þurftu mennirnir 650
sem að þessu unnu 80.000 gallon af drykkjarvatni og vatni til
þvotta, og við þetla bættist svo milljón pund af fæðu, ýmsu hrá-
efni og vistum daglega.
Meðan eldurinn sleikti upp alla olíu sem út á yfirborð sjávar-
ins flæddi, koinst hluti hennar undan honum og seig hægt þvert
yfir flóann. Sliell kom á fót þremur varnarlínum. Komið var
upp v-laga girðingu sem samanstóð af tómum olíubrúsum. Sér-
stök tæki sem draga að sér olíu lápu olíuna, og frá þessum tækj-
um rann hún inn í geymi. Önnur varnarlína var skammt undan
landi, þar sem sjórinn var sérstaklega tær. Þar var þessum
„lepjurum“ komið fyrir líka, og kæmist einhver angi af olíu-
straumnum þar að, voru þessir „lepjarar" komnir á vetlvang og
sleiktu allt upp.
Ef hið allra versta hugsanlega kæmi fyrir, að olíuna bæri upp
á ströndina, þá kom Shell fyrir 22.000 stráknippum meðfram
strandlengjunni og voru menn til reiðu að „þerra“ upp olíuna,
ef iiana bæri að landi.
A hverjum degi flugu vélamenn og menn úr öryggiseftirliti
ríkisins yfir þetta oliusvæði og könnuðu hvort eilthvað af olí-
unni hefði komizt undan.
Meðan á þessu starfi stóð, gerði nokkrum sinnum slæmt veð-
ur, og þá komst olía upp að ströndinni á fáeinum stöðum, en
hún skolaðist fljótt burtu með flóðinu. „Lap“-tækin soguðu í
sig 890.000 gallon af olíu af sjávarborðinu.
EIN KÆFÐ
Það vissu menn, að eldurinn brauzt út í lind B21, og þess
vegna var í fyrstu stefnt að því að bora niður í miðpunkt henn-
ar og stöðva rennslið upp úr henni, hins vegar hafði eldurinn
borizt út frá B21 og í fáeinar aðrar lindir vegna þess að öryggis-
rásir sem milli þeirra liggja, virkuðu ekki. Spurningin var bara:
livaða aðrar lindir? Til þess að komast að því, fóru tveir vél-
virkjar, þeir Bich Patarozzi og Bobby Cox í flugvélum og bát-
um og ljósmynduðu og kvikmynduðu allt þetta eldsvæði. Eftir