Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 106

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL til þess að teikna ýmis smáatriði, svo sem veiðihár, rófur og regn- dropa. Myndirnar, sem sýndu til samans eina hreyfingu, voru svo sendar í blekafritunar- og málunardeildina, en samt ekki fyrr en Walt hafði skoðað þær og gert sig ánægðan með sérhvert smáatriði. f þeirri deild unnu 150 stúlkur við að gera afrit af teikningunum á celuloid- glærur, sem voru 121/2x15 þumlung- ar á stærð. Síðan voru fjórar glær- ur settar hver ofan á aðra og festar þannig undir glerplötu, þ.e. ein glæra fyrir hverja þá persónu eða hlut, sem hreyfast átti. Síðan var tekin kvikmynd af þeim af mynda- vél, sem staðsett var fyrir ofan g^er- plötuna. Nú voru fjárhagsþrengingar brautryðjendaáranna á enda. En Ge- orge Morris gjaldkeri kvikmynda- félagsins gaf Disney þessa aðvörun hvað eftir annað: „Walt, fyrirtækið er í fjári slæmri klípu.“ Það tók 18 mánuði að hafa upp í kostnaðinn af hverri teiknimynd. Og teiknur- unum lærðist því fljótt að sýna hag- sýni og sparsemi í starfi sínu. Það var til dæmis hægt að láta Mikka og vini hans berjast við ljón, en alls ekki við zebradýr eða tígrisdýr, því að rendurnar voru allt of dýrar. Þeg- ar vel gekk, græddi Walt 78.000 doliara á ári. En hann veitti því fé mestöllu í reksturinn á nýjan leik. Eitt sinn spurði vinur hans hann að því, hvað hann gerði við alla pen- ingana sína. Þá benti Disney á kvik- myndaverið og sagði: „Ég nota þá fyrir áburði á þennan akur.“ Walt fór að framleiða litmyndir árið 1931. Þá var enn mikið ósam- ræmi í litunum, og litirnir voru erf- iðir í vinnslu á ýmsan hátt. Þeir flögnuðu til dæmis talsvert af cell- uloidglærunum, áður en búið var að kvikmynda teikningarnar. Walt vann að því myrkranna á milli að leysa þetta vandamál ásamt tækni- fræðingum sínum. Og að lokum tókst þeim að búa til nýjan lit, sem veitti töfraheimi Disneys einmitt þann litblæ, sem hann óskaði eftir, hinn óraunverulega pastellitblæ sumardrauma. Ein af fyrstu litmyndunum í myndaflokknum „Silly Symphon- ies“ var „Þrír litlir grísir“. Og brátt var öll bandaríska þjóðin og síðan mannkynið allt farið að syngja: „Hver er hræddur við stóra, vonda úlfinn?“ Grísirnir urðu næstum eins vinsælir og Mikki sjálfur. Eitt sinn láðist kvikmyndahúsi einu í Chi- cago að panta aukamynd um grís- ina. Og þá hringdu þrjár þúsundir manna í kvikmyndahúsið og kvört- uðu hástöfum yfir þessari óhæfu. Fólk vildi fá að sjá grísina. Viðbrögð Walts við þessu grísaæði voru dæmi- gerð fyrir hann. Hann hækkaði laun sín um 550 dollara og laun allra starfsmanna sinna um sömu upphæð. Þrátt fyrir frægð sína breyttist Walt alls ekki í hinn dæmigerða Hollywoodkvikmyndajöfur. Hann hélt áfram að vera sá sami Walt Disney. Hann var enn látlausi sveitadrengurinn með sterka suður- ríkjahreiminn. Og hann hélt ekki hátíðlega fundi með yfirmönnum fyrirtækisins í einkaskrifstofu sinni heldur rabbaði hann við þá og ann- að starfsfólk um hin ýmsu vanda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.