Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 95
WALT DISNEY
93
urum, en næsta mánuðinn sultu
þeir næstum heilu hungri.
Síðan fengu þeir báðir starf hjá
Kansas City Slide Company, sem
framleiddi einnar mínútu auglýs-
inga teikmkvikmyndir til sýningar
i kvikmyndahúsum í bænum. Þetta
var fyrsta starf Disneys á sviði
teiknikvikmyndagerðar, en sú list-
grein var þá harla frumstæð. Voru
hreyfingarnar bæði rykkjóttar og
mjög óraunverulegar.
Nú tók Walt að gera ýmsar til-
raunir á þessu sviði. Hann vann
fram eftir öllum kvöldum og alveg
fram á nótt við tilraunir þessar.
Smám saman tókst honum að full-
komna aðferð við framleiðslu mynd-
anna, sem var að vísu bæði dýr og
tímafrek, en náði miklu betur fram
þeim blekkingaráhrifum, að um
raunverulega hreyfingu væri að
ræða. Þegar sýna skyldi dreng, sem
sparkaði bolta, gerði hann samtals
20 teikningar, sem sýndu hin ýmsu
stig þessa verknaðar. Þetta voru
miklu fleiri myndir en vani var að
teikna. Svo þegar tekin var kvik-
mynd af teikningum þessum í röð,
þá var sem drengurinn og boltinn
hreyfðust eðlilega. Áhrifin urðu
miklu eðlilegri en áður hafði þekkzt.
Kvikmyndatökuvélina fékk Disney
að láni hjá fyrirtækinu á kvöldin.
Með eðstoð Ub Iwerks tókst Walt
að fullgera teiknimyndaflokk, sem
hann kallaði „Hláturmyndir". Þær
leigði hann svo fyrirtæki, sem rak
mörg kvikmyndahús í borginni.
Þetta voru einnar mínútu kvik-
myndir, sem sýndar voru í byrjun
sýningar og í hléunum. I þeim voru
auglýstar ýmsar vörur, sem fram-
leiddar voru i borginni. Fram-
kvæmdastjórinn fyrir kvikmynda-
húsunum varð stórhrifinn. ,,En eru
myndirnar dýrar?“ spurði hann.
„Ég get framleitt þær fyrir 30
cent fetið,“ svaraði Walt. Fram-
kvæmdastjórinn samþykkti þá að
kaupa alla þá myndaflokka, sem
Walt framleiddi.
Walt var á leið til skrifstofu Kans-
as City Slide Company með upp-
sagnarbréf sitt, þegar hann snar-
stanzaði á gangstéttinni. Hann hafði
skyndilega gert sér grein fyrir ó-
þægilegri staðreynd. Það kostaði
hann 30 cent að framleiða hvert fet
af myndunum. Hann var hinn mesti
rati í fjármálum, enda hafði hann
nú alveg gleymt að taka eigin ágóða
með í reikninginn þegar hann nefndi
verðið.
„En þetta mun nægja til þess að
kosta frekari tilraunir," sagði hann
við Ub, þegar hann varð að skýra
honum frá öllum málavöxtum. Og
alla ævi Disneys varð þetta oft og
tiðum eini mælikvarðinn, sem grip-
ið var til, þegar lagt var út í nýjar
framkvæmdir.
Tvítugur að aldri varð Walt þann-
ig forstjóri fyrirtækisirts Hlátur-
myndir hf., sem hafði átta manns í
fullu starfi. Hann hafði þegar lokið
fyrstu tilraun sinni til þess að segja
heiia sögu í teiknimyndum. Var þar
um að ræða 7 mínútna útgáfu af
Rauðhettu. Nú hóf hann framleiðslu
6 annarra myndasagna. Hann valdi
slíkar sögur sem Stígvélaða köttinn
og Jóa og baunagrasið, sem milljón-
ir manna hafa haft ánægju af fyrr
og síðar.
Og snilligáfa Disneys birtist þeg-