Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 117

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 117
WALT DISNEY 115 því tók hann teiknara, liststjóra og verkfræðinga, sem hann kallaði ímyndunaraflsfræðinga, úr starfs- liði kvikmyndaversins og réð þá þess í stað hjá nýju fyrirtæki, sem hlotið hafði heitið WED (þ.e. Walt- er E. Disney) Enterprises (WED- fyrirtækin). Vinnustofur spruttu upp, þar sem allt mögulegt var bú- ið til, allt frá Mississippibátum til plastgórilluapa. Svo fór hann smám saman að kaupa upp appelsínulundi um 25 mílum fyrir sunnan Los Angeles, þangað til hann hafði eign- azt þar 244 ekru svæði. Það leið ekki á löngu, þar til Roy var farinn að vara hann við: ,,Ef þú gætir þín ekki, þá mun þetta uppátæki þitt kosta þig allt að 5 milljónum doll- ara.“ Walt hlustaði varla á hann. Hann hafði eytt 17 milljónum doll- ara, þegar kom loks að opnunar- degi skemmtisvæðisins. „Ég hef orðið allslaus eða næstum því alls- laus fjórum sinnum,“ sagði Walt glaðlega við einn listamanninn, sem vann fyrir hann. „Það gerir því ekkert til, þótt það komi að því einu sinni í viðbót." Það ríkti alger ringulreið á opn- unardaginn, þ. 17. júlí árið 1955. Hit- inn komst upp í 43.3 stig á Celsius í skugganum. Það hafði verið boðið 22.000 gestum, en þó fór svo, að það komu miklu fleiri. Það hafði verið verkfall hjá pípulagningar- mönnum undanfarið, svo að það var skortur á drykkjarbrunnum á skemmtisvæðinu. Biðraðirnar urðu sífellt lengri og þyrstari, eftir því sem á daginn leið. Walt hafði ráðið ýmsa starfsmenn, þar á meðal gæzlumenn, sem unnið höfðu í öðr- um skemmtigörðum. Og þessir starfsmenn reyndust næstum alveg gagnslausir. Walt varð oft að grípa í taumana, svo að þeir legðu ekki hendur á hina óþolinmóðu gesti. Og það reyndust vera allt of fá skemmtitæki eða annað það á skemmtisvæðinu, sem drægi að sér athygli fólks, enda reyndist þurfa að endurbæta mörg þeirra eða breyta þeim á síðasta augnabliki. „Ár Ameríku," sem hjólaskipið „Mark Twain“ flaut á, höfðu lekið niður í jörðina, og nú fyrst voru verkamennirnir búnir að húða ár- farveginn að nýju með 12 þumlunga leirlagi. Walt vék ekki burt frá Disney- landi næstu tvo sólarhringana. Sér- hver eftirlitsmaður fékk svohljóð- andi fyrirmæli: „Ráðið aldrei fram- ar nokkra manneskju, sem hefur áð- ur unnið í skemmtitækjagarði." Svo setti hann á laggirnar hraðnámskeið fyrir starfsfólk, þar sem það var þjálfað í að sýna gestum alltaf fyllstu kurteisi og alúð, og ýmsu því, öðru, sem snerti tengsli gestanna og fyrirtækisins. Hann var alltaf á næstu grösum alls staðar og hafði vakandi auga með öllu, bæði smáu og stóru. Og það hvein stundum heldur betur í honum, þegar hon- um fannst starfsmenn ekki standa vel í stöðu sinni. Stundum fylgdist hann með því, hve ferðirnar í hin- um ýmsu leiktækjum og farartækj- um tóku langan tíma. Eftir eina slíka siglingu niður eft- ir Frumskógaánni sprakk hann í loft upp: „Þetta á að vera 7 mínútna ferð, og ég var kominn á leiðarenda eftir 4% mínútu. Ég veit jafnvel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.