Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 117
WALT DISNEY
115
því tók hann teiknara, liststjóra og
verkfræðinga, sem hann kallaði
ímyndunaraflsfræðinga, úr starfs-
liði kvikmyndaversins og réð þá
þess í stað hjá nýju fyrirtæki, sem
hlotið hafði heitið WED (þ.e. Walt-
er E. Disney) Enterprises (WED-
fyrirtækin). Vinnustofur spruttu
upp, þar sem allt mögulegt var bú-
ið til, allt frá Mississippibátum til
plastgórilluapa. Svo fór hann smám
saman að kaupa upp appelsínulundi
um 25 mílum fyrir sunnan Los
Angeles, þangað til hann hafði eign-
azt þar 244 ekru svæði. Það leið ekki
á löngu, þar til Roy var farinn að
vara hann við: ,,Ef þú gætir þín
ekki, þá mun þetta uppátæki þitt
kosta þig allt að 5 milljónum doll-
ara.“ Walt hlustaði varla á hann.
Hann hafði eytt 17 milljónum doll-
ara, þegar kom loks að opnunar-
degi skemmtisvæðisins. „Ég hef
orðið allslaus eða næstum því alls-
laus fjórum sinnum,“ sagði Walt
glaðlega við einn listamanninn, sem
vann fyrir hann. „Það gerir því
ekkert til, þótt það komi að því
einu sinni í viðbót."
Það ríkti alger ringulreið á opn-
unardaginn, þ. 17. júlí árið 1955. Hit-
inn komst upp í 43.3 stig á Celsius í
skugganum. Það hafði verið boðið
22.000 gestum, en þó fór svo, að það
komu miklu fleiri. Það hafði
verið verkfall hjá pípulagningar-
mönnum undanfarið, svo að það var
skortur á drykkjarbrunnum á
skemmtisvæðinu. Biðraðirnar urðu
sífellt lengri og þyrstari, eftir því
sem á daginn leið. Walt hafði ráðið
ýmsa starfsmenn, þar á meðal
gæzlumenn, sem unnið höfðu í öðr-
um skemmtigörðum. Og þessir
starfsmenn reyndust næstum alveg
gagnslausir. Walt varð oft að grípa
í taumana, svo að þeir legðu ekki
hendur á hina óþolinmóðu gesti.
Og það reyndust vera allt of fá
skemmtitæki eða annað það á
skemmtisvæðinu, sem drægi að sér
athygli fólks, enda reyndist þurfa
að endurbæta mörg þeirra eða
breyta þeim á síðasta augnabliki.
„Ár Ameríku," sem hjólaskipið
„Mark Twain“ flaut á, höfðu lekið
niður í jörðina, og nú fyrst voru
verkamennirnir búnir að húða ár-
farveginn að nýju með 12 þumlunga
leirlagi.
Walt vék ekki burt frá Disney-
landi næstu tvo sólarhringana. Sér-
hver eftirlitsmaður fékk svohljóð-
andi fyrirmæli: „Ráðið aldrei fram-
ar nokkra manneskju, sem hefur áð-
ur unnið í skemmtitækjagarði." Svo
setti hann á laggirnar hraðnámskeið
fyrir starfsfólk, þar sem það var
þjálfað í að sýna gestum alltaf
fyllstu kurteisi og alúð, og ýmsu því,
öðru, sem snerti tengsli gestanna og
fyrirtækisins. Hann var alltaf á
næstu grösum alls staðar og hafði
vakandi auga með öllu, bæði smáu
og stóru. Og það hvein stundum
heldur betur í honum, þegar hon-
um fannst starfsmenn ekki standa
vel í stöðu sinni. Stundum fylgdist
hann með því, hve ferðirnar í hin-
um ýmsu leiktækjum og farartækj-
um tóku langan tíma.
Eftir eina slíka siglingu niður eft-
ir Frumskógaánni sprakk hann í
loft upp: „Þetta á að vera 7 mínútna
ferð, og ég var kominn á leiðarenda
eftir 4% mínútu. Ég veit jafnvel