Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 107
WALT DISNEY
105
mál í kaffístofunni eða við drykkj-
arbrunnana. Þeir, sem komu í einka-
skrifstofu hans, sáu hann oftast sitj-
andi uppi á skrifborði sínu. Á skrif-
borðinu gat að líta spjald með kjör-
orði hans: „Vertu þú sjálfur“. Stund-
um sat hann á bréfaköi'fu, sem hann
hafði hvolft á gólfið, og á öxlum
hans iðaði heil fjölskylda af svört-
um og hvítum músum. Diane, eldri
dóttir Walts, sem fæddist áiúð 1933,
var orðin sex ára, þegar henni datt
í hug að spyrja pabba sinn: „Pabbi,
ert þú hann Walt Disney?“ Og þeg-
ar hann viðurkenndi, að svo væri,
rétti hún honum bókina, sem hún
safnaði eiginhandaráritunum í, og
var mjög hátíðleg í bragði,
Kvikmyndir hans eru einfaldar
og látlausar. Þær hafa allar boðskap
að flytja, sem er ekki boðaður með
neinu offorsi, en kemur þó ákveðið
fram. Hugrekki og góð breytni sigr-
ar illsku og ótta. Iðnin ber sigur af
hólmi yfir letinni. Sjúkleg metnað-
argirnd ber ósigurinn í sjálfri sér“.
Myndii-nar höfða til „Mikkans11 í
okkui', svo að orð Walts sjálfs séu
viðhöfð, „þ.e. þessa dýrmæta, sí-
unga eiginleika, sem býr í sérhvei'j-
um manni og fær okkur til þess að
leika okkur að barnaleikföngum og
hlæja að kjánaskap og alls konar
dellu og syngja í baðkerinu og
dreyma dagdi'auma."
Og Walt dró sig inn í slíka
draumaveröld í sífellt ríkari mæli á
fjórða áratug aldarinnar. Eitt sinn
var hann að vii'ða fyrir sér starfs-
fólk sitt, sem streymdi til bílastæð-
anna að vinnu lokinni. Og þá sagði
hann með xindrunarhreimi í röddinni
við einn aðstoðarmanna sinna: „Þau
eru öll að fara heim.“ Aðstoðarmað-
urinn benti Walt á, að klukkan væri
orðin 5. En Walt hristi samt höfuð -
ið, líkt og hann ættl erfitt með að
trúa þessu. „Þau eru að fara heim,
þó að hér bíði svo margt dásamlegt,
sem þau eiga eftir ógert,“ tautaði
hann.
SANDUR AF PENINGUM
Klukkan 8 kvöld eitt árið 1935
safnaðist hópur teiknara í kringum
hljóðupptökusvið í kvikmyndaver-
inu. Það var rökkur þarna inni, að-
eins dauf ijós á sviðinu. Disney
hafði boðað þá á sinn fund, en eng-
inn þeirra vissi, hver ástæðan var. Á
slaginu átta var kveikt á ljósköstur-
unum yfir sviðinu og Walt gekk
fram í sviðsljósið. „Ég boðaði ykkur
strákana hingað á minn fund í kvöld
til þess að segja ykkur ævintýri,11
hóf hann máls.
Næstu 3V2 klukkustund fór Walt
ekki af sviðinu. Hann sagði frá, lék,
söng og hermdi eftir af engu minni
krafti en forðum daga á áhuga-
mannakvöldunum í Kansas City.
Það voru ógleymanlegar stundir.
Hann hafði farið úr jakkanum, los-
að um bindið, æddi fram og aftur
um ieiksviðið og lék fyrir þá allt
ævintýrið „Mjallhvít og dvergarnir
sjö“ á meistai-alegan hátt. En það
hafði samt tekið miklum breytingum
í meðförum Walts og var oi'ðið tals-
vert ólíkt hinu Siígilda ævintýri.
þeii'ra Grimmsbræðra. í meðförum
Walts varð drottningin, sem varð að
„Illu norninni", „sambland af Lafði
Macbeth og Stóra, slæma úlfinum".
Og að minnsta kosti einn dvei’ganna
hafði þegar fengið sitt nafn. Það