Úrval - 01.12.1971, Page 111

Úrval - 01.12.1971, Page 111
WALT DISNEY 109 aði Roy. „Lofum honum bara að dilla sér.“ Og síðan hefur prinsinn dillað sér, bæði í fyrstu útgáfu myndarinnar og fjórum endurútgáf- um, sem hafa gefið samtals 27 mill- jón dollara brúttótekjur í aðra hönd. Teiknikvikmyndin fékk sérstök verðlaun frá Bandarísku kvik- myndaakademíunni, Oscarsstyttu í fullri stærð og sjö litlar styttur á fótstalli, sem var eins og stigi í lag- inu. „FLEIRI DÝR“ Starfsfólki Walts hafði sífellt fjölgað og var það nú orðið 1500 talsins. Walt færði nú út kvíarnar í stórum stíl. Fyrst tilkynnti hann, að nú ætti að hefja framleiðslu tveggja teiknikvikmynda í fullri lengd, myndarinnar „Bamba“ eftir hinni gullfallegu sögu Felix Saltens um dádýrskálfinn Bamba, og myndar- innar „Gosa“ eftir sögu Carlos Col- lodi um leikbrúðustrákinn, sem langar til þess að verða lifandi drengur. Viðleitni hans til þess að komast sem næst raunveruleikanum virtust engin takmörk sett, og starfsfólk hans fannst hinn geysilega mikli áhugi hans bráðsmitandi. Vladimir Tytla teiknari, sem fékkst við að teikna Stromboli, leikbrúðumeist- arann í „Gosa“, flæktist um í ítalska hverfinu í Los Angeles vikunum saman með kvikmyndatökuvél sína og tók sífellt myndir af ýmsum íbú- um, geðbrigðum fólks, allt frá bál- reiðu fólki til fólks, sem yppti öxlum á tjáningarfullan hátt í algerri upp- gjöf. Aðrir menn sátu tímunum saman í áhorfendaherbergi í sund- laug og virtu vandlega fyrir sér glit- leik birtunnar undir vatnsyfirborð- inu til þess að ná hinum vissa blæ fyrir strandatriðið í „Gosa“. Lög- reglan rakst á einn starfsmann Walts þar sem hann lá endilangur á bakinu á gangstétt í þrumuveðri. Hann dró hann með sér til lögreglu- stöðvarinnar. En honum var sleppt, þegar hann skýrði furðulega hegð- un sína á þann hátt, að hann hefði verið að „athuga eldingar". Þegar 6 mánuðir voru liðnir, ákvað Walt að bæta nýrri persónu í myndina, sem átti að verða sögu- maður og samvizka Gosa í senn. Þetta var Jiminy Cricket. Þess vegna kastaði hann á glæ afrakstri starfs, sem kostað hafði 500.000 dollara. Þessi æðislega viðleitni til þess að ná fullkomnun jók kostnaðinn við töku ,,Gosa“ svo gífurlega, að hann komst að lokum upp í 2.7 milljónir dollara. Meðan á þessu stóð, var 500 manna lið að vinna að gerð myndarinnar „Bamba“. En það var eitthvað að. Dádýrskálfurinn og heimili hans í skóginum virtist verða lífvana á teikningunum. Walt hélt, að hann vissi ástæðuna. Hin lifandi fyrir- mynd Bamba, fjögurra mánaða dá- dýrskálfur, sem veiðidýravörður í Mainefylki hafði útvegað, var allt of gæfur og værugær. Hann bjó í þægi- legu húsi í kvikmyndaverinu og var alinn á mjólk eftir forskrift dýra- læknis. Walt sendi því tvo mynda- tökumenn í 7 mánaða myndatöku- leiðangur um hið afskekkta og hrikalega Katahdinfjalllendi í Mainefylki. Og hafði þeim verið skipað að taka ekki aðeins kvik-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.