Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 3
8.-9. hefti
34. ár
Úrvai
Ágúst—september
1975
Stundum er haft á orði, að sá tími sem réttlætir húsetu á
svo norðlægu landi sem Islandi sé sumarið, og mun það sann-
arlega ekki ofmælt. Iiér þrifist ekkert umtalsverl líf, ef sumar-
ið væri ekki; við hefðum þá ekkert annað en fiskinn í sjónum.
()g þá væri landið í sannleika fátækt.
Það er því ekki að undra, þótt við reynum öll að fá eins
mikið út úr sumrinu og kostur er á. Bændur og búalið nota
þennan tíma til að safna þrótti og forða til vetrarins, þurr-
býlingar kejipast um að komast í sumarfrí til þess að finna
lífgjöf sumarsins. Sumarið er hátindur ársins á landinu okkar.
Um sumarið dregur úr margs konar tómstundagamni, sem
er svo ákjósanlegt á veturna. Eitt af því er lestur hóka og
timarita. Það er þvi ekki út í hött að koma til móts við lífsleit
fólksins, með því að gefa út hefti tveggja mánaða í einni kápu,
stórt liefti fullt af lesmáli, sem vonandi fellur lesendum vel
í geð, þegar þeir gefa sér tíma til að liuga að því.
Styrkur tímarita eins og Úrvals liggur meðal annars í því,
að þau eru elcki aðeins dægurfyrirbrigði, sem er úrelt á morg-
un. Megnið af efni því, sem þau flytja, er eins góð latína eftir
ár, eins og það er nú. Þess vegna geta menn gripið til þeirra
aftur og aftur, sér til ánægju og fróðleiks.
Það er von okkar, að lesendur kunni vel að meta stór hefti
sem þetta, og finni allir í þeim nokkuð við sitt liæfi. Ábend-
ingar og sanngjarnar aðfinnslur eru vel þegnar enn sem fyrr,
og gæti svo farið að eitthvað af slíku yrði birt í ritinu, þegar
fram líða stundir.
Við vonum, að þeir sem búnir eru með sumarfríin sín scu
nú hressir og endurnærðir, hinum óskum við ánægjulegrar
hvíldar. Hittumst aftur í október.
Ritstjóri.
Forsíðan:
Þjörsárdalur er einn fegursti og veðursælasti staður sunnan-
lands. Þar niðar fossinn Gjárfoss, sem kápumyndin sýnir.
Ljósm. Jim H. Pope.