Úrval - 01.09.1975, Page 4
2
ÚRVAL
Heimsins feimnasti maSur er sá,
sem kemur inn í lyftu og segir við
lyftudrenginn: „Mig langar að kom-
ast á sjöttu hæð — ef það er ekki
krókur fyrir þig.“
★
Faðirinn segir við fimm ára son
sinn:
„Þú ert orðinn nógu stór til að
vita, að jólasveinninn er ekki til.
Það var ég . . .“
„ÍÉg veit, ég veit. Og þú varst
storkurinn líka.“
Sputnik.
★
Gestur kom í lítinn dýragarð,
þar sem hann sá úlf og lamb liggja
saman í búri.
„Stórfurðulegt!" hrópaði gestur-
inn. „Hvernig farið þið að þessu?“
„Sáraeinfalt. Við setjum inn nýtt
lamb þrisvar á dag.“
Sputnik.
★
Maður einn, fjögurra föngulegra
dætra faðir, fékk einhverju sinni
heimsókn. Aðkomumanni varð star-
sýnt á dæturnar og spurði föður
þeirra, hvort hann ætti þær allar,
og fékk jákvætt svar. Varð þá gest-
inum að orði: Aumingja þú. Faðir-
inn taldi, að enginn þyrfti að vor-
kenna sér vegna dætranna, enda
voru þær það besta, sem hann ætti,
og ekki vissi hann betur en þær
væru allar sæmilega efnilegar. Gest-
urinn varð nokkuð flumósa og sagði:
Já, já, nei, nei, ég var nú ekki að
meina það. Eg var að hugsa um
andskotans tengdasynina!
Dagur.
★
„Jæja,“ sagði mamman við dótt-
ur sína. „Nú er frænka að fara
heim. Hvað segir þú þá?“
„Það er mál til komið.“
Sputnik.
★
Amma við dótturdóttur sína:
„Gerðu nú eins og þér er sagt.
Mundu hvað kom fyrir Rauðhettu,
þegar hún var óhlýðin — úlfurinn
át hana.“
„Veit ég vel — en hvernig fór
fyrir ömmunni?"
Sputnik.
★
„Ég var að tala við kennarann
þinn. Segðu mér, hver er latasti
drengurinn í bekknum þínum?“
„Ég veit það ekki, pabbi.“
„Það er ekki satt. Þú veist það
vel. Hver var það, sem sat bara og
horfði á, meðan hinir lásu og skrif-
uðu?“
„Kennarinn."
★
Sputnik.