Úrval - 01.09.1975, Page 5
Hræðsla er eðlileg tilfinning. Hér ern nokkur ráð,
gefin af sálfræðingi um hvernig við eigum
að hafa hemil á henni.
Hvað
óttastu?
DANIEL SUGERMAN
✓I\ /<\ /N /In /In
*
VI
*
%
*
L
isbeth er 25 ára og get-
ur ekki farið í lyftu án
þess að verða hrædd.
Róbert er 57 ára,
hann er miður sín
vegna tilhugsunarinnar
um að hann skuli brátt komast á
eftirlaun.
Kirsten er 15 ára, hún er að fara
út með pilti í fyrsta skipti. Fæt-
urnir eru eins óstyrkir og fransk-
brauð og hún er með magapínu.
í öllum aldursflokkum þekkist
hræðslan, þegar breyttir lífshætt-
ir eru framundan. „Óttinn dregur
dár að okkur,“ skrifaði enski rit-
höfundurinn, Horace Walpole, fyr-
ir langa löngu. „Sumir eru myrk-
fælnir, aðrir óttast sársauka; þriðji
heldur að það verði hlegið að hon-
um, sá fjórði óttast fátækt og sá
fimmti hræðist einmanaleikann —
hræðsla okkar liggur í leyni.“
Ótti er á margan hátt nytsöm
tilfinning. Þegar við erum hrædd
verða margs konar breytingar á
líkamsstarf seminni. Hj artsláttur-
inn örvast og viðbrögðin verða
sneggri. Adrenalín, sem magnar
viljastyrkinn, streymir í miklu
magni út í blóðið. Ef við lendum
í eldsvoða eða er ógnað á annan
máta, getur hræðslan gefið okkur
krafta til að flýja og bjarga lífinu.
Þegar um er að ræða líkamlega
hættu er það einnig hræðslan, sem
þvingar okkur til að bjarga skinn-
inu. Það er bara, þegar óttinn stend-