Úrval - 01.09.1975, Page 8
6
ÚRVAL
slakandi æfingar, og hann svaraði:
„Ef ég gæti slakað á, væri ég ekki
hjá sálfræðingi." Þetta var óneit-
aniega rétt, en slökun er nokkuð
sem hægt er að læra. Þegar þér
finnst þú kvíðafullur og spenntur,
reyndu þá að setjast á góðan stól,
anda rólega að þér og hægt frá
þér. Með því að ná valdi á andar-
drættinum getur maður oft dregið
úr hræðslueinkennunum.
8. FINNDU TILVERUNNI TIL-
GANG. Ef fólk finnur engan til-
gang með lífinu, verður það ómann-
blendið, tilfinningadauft og hrætt.
Trúin hefur hjálpað mörgum í
vandamálum þeirra. Að verða öðr-
um að liði er líka nothæf aðferð.
Kona, sem var kunningi minn,
þjáðist af óttakennd um árabil —
þar til hún datt niður á lausn:
Bæinn vantaði listasafn. Það leið
ekki á löngu þar til hún var svo
djúpt sokkin í margvísleg fram-
kvæmdaatriði varðandi gerð safns-
ins, að hún hafði engan tíma til
að sinna sínum eigin vandamálum.
Annað dæmi: Eg þekki eldri mann,
sem hafði svo miklar áhyggjur af
heilsu sinni að hann varð spennt-
ur og önugur. Þá frétti hann að
það vantaði „afa og ömmur“ fyrir
einmana börn. Og þar sem hann
sneri sér að málefninu fann hann
lífi sínu tilgang — og hugsaði
minna um ótta sinn.
Ef til vill er í reynd besta ráðið
sem ég get gefið nokkrum þetta:
„Ciefðu eitthvað af sjálfum þér.
Þeir sem það gera losna oft við
ótta sinn!“
☆
MÓTSAGNIR.
Ofsjón: Ef einhver sér fljúgandi disk.
Staðreynd: Ef það er ég sem sé hann.
Sjálfselská: Ef einhver hefur ekki áhuga á vandamálum mínum.
Afskiptasemi: Ef einhver hefur áhuga á þeim.
Offjölgun: Krakkar nágrannans.
Dásamlegur viðburður: Nýfædda barnið mitt.
Sérstæður: Maður sem hefur kjark til að vera öðruvísi en hinir.
Sérvitringur: Maður sem er öðruvísi en ég.