Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 10
8
TJRVAL
allar ár og vötn voru full af fiski.
Indíánar reistu tjöld sín í grennd
við heimili hans. Þetta var dýrð-
legur staður til að alast upp á.
Hvílík breyting með einni kyn-
slóð. Ég sé ekkert dádýr nærri
bænum okkar. Skógurinn hefur
verið felldur. Indíánarnir bjuggu
á afmörkuðu svæði. Villiendur og
fiskar sáust varla. Ég öfundaði föð-
ur minn af frumbyggjalífi sínu;
en mín kynslóð hafði annað í stað-
inn — bíla, flugvélar, síma og þús-
undir vísindauppfinninga. Ennþá
gat maður komist í snertingu við
náttúruna með því að ferðast lengra
vestur á bóginn.
Ég lærði að aka 11 ára og fljúga
tvítugur. É'g gerði flugið að at-
vinnu minni. Flugið sameinaði, án
sýnilegra erfiðleika, þá þætti sem
ég dáði mest, vísindi og útilíf. Vís-
indin báru mig yfir óbyggðir, sem
föður minn hafði aldrei dreymt
um. Ég kynntist landafræðinni frá
nýju sjónarhorni. Ég sá hreindýra-
hjarðir á heimskautasvæðum, fíla-
hjarðir á sléttum Afríku. Fyrir
neðan mig voru frumskógar Nýju
Gíneu, fjallstindar Himalaya og
hitabeltiseyjar Kyrrahafsins eins og
stjörnuleiftur — allt skoðað gegn-
um sjóngler vísindanna.
Með gífurlegri vinnu þúsunda
karla og kvenna hefur flugtæknin
tekið stórstígum framförum. Á ævi
minni hef ég orðið vitni að Kitty
Hawk flugi Wright bræðranna og
mönnuðu geimflugi, og enn sér
ekki fyrir endann á vísindaþróun-
inni. Við látum okkur dreyma um
að geysast um vetrarbrautir, á
gama hátt og forfeður okkar létu
sig dreyma um að líkja eftir flugi
fuglanna. Möguleikar framþróunar,
á öllum sviðum vísinda, eru svo
miklir að við getum á engan hátt
gert okkur þá í hugarlund. Mér
finnst ljómi vísindanna svo skær
að aðeins sé hægt að skoða hann
sem endurkast lífsins; og lífið fær-
ir mann aftur til náttúrunnar.
í fyrstu efaðist ég um að þróun-
in hefði nokkuð gott í för með sér.
Þau ár sem ég var flugmaður sá
ég landsvæðin fyrir neðan mig
breyta svip. Rótarstubbar voru þar,
sem áður hafði verið skógur. Sund-
urskornar mýrar; uppþornaðar
sléttur, endalausir vegir og hrað-
brautir, svo vítt sem augað eygði.
Ég sá krossgötur verða að þorpum,
þorp að bæjum, bæi að borgum.
Óbyggðirnar hurfu og villtum dýr-
um var útrýmt.
VAXANDI ÞÉTTBÝLI. Vitan-
lega urðu óbyggðirnar að hörfa
eftir því sem siðmenningin þróað-
ist, en ég áleit aldrei mögulegt að
þær hyrfu algerlega. Heimurinn
sýndist svo stór að ég hafði reikn-
að með að hlutar hans myndu hald-
ast óbreyttir, en þó aðgengilegir.
Hefði ég átt að velja, hefði ég
ekki skipt á furðuverkum móður
náttúru fyrir öll vísindaleikföng nú-
tímans. Var ekki yfirborð jarðar
minnar meira virði en hraðaaukn-
ing farartækja, og heimsóknir til
tunglsins og Mars?
Ef manndómsár mín væru að
hefiast núna, kysi ég mér starf,
þar sem ég væri í nánari snertingu
við náttúruna en vísindin. Á þes=u
eiga einstaklingar ennþá kos+, en