Úrval - 01.09.1975, Síða 12
10
ÚRVAI.
langa leggi til að geta vaðið. Ljón-
ið hefur vígtennur til að geta drep-
ið með. Nashyrningurinn hefur
þykkan skráp sér til verndar. Mað-
urinn hefur þróað með sér gáfur,
svo hann geti ríkt yfir jörðinni. og
það er furðulegt hvað það hefur
tekið hann stuttan tíma.
ÓLÍK SJÓNARMIÐ. í menning-
arborgum nútímans skynja ég yfir-
burði mína yfir lægri dýrategund-
um, staðfesta af lögum mannsins.
Ég lít niður á önnur dýr; því ég
hef gáfur, en þau aðeins eðlisávís-
un. En úti í náttúrunni fer ég að
efast um yfirburði mína. É’g er
furðu lostinn yfir líkamlegri fuil-
komnun dýranna borið saman við
mitt eigið líkamsástand, hissa á
fegurðinni, hreystinni og jafnvæg-
inu, sem náttúran hefur náð fram
með eðlisávísuninni einni saman.
Ég spyr sjálfan mig hvað hinn hugs-
andi maður hafi afrekað til að eiga
þessa upphefð skilið. Sem sóðaleg-
asta, ófullkomnasta og spilltasta
vera jarðarinnar, hefur maðurinn
áunnið sér orðspor, sem er ekki til
að miklast yfir. Núverandi vits-
munayfirburðir okkar eru engin
trygging áframhaldandi tilveru á
jörðinni. HOMO SAPIENS er ef til
vill aðeins of sérhæfð grein á þró-
unarmeiðnum.
Úti í náttúrunni finnst mér að
maður geti séð yfirburði visku móð-
ur náttúru, samanborið við vit
mannsins. Þar, laus við áhrif menn-
ingarinnar, breytist skilningur hans
og þar af leiðandi lífsmatið. Mikil-
vægi þessarar meðvitundar gerir
að engu gildi þess að „ná langt“ í
lífinu. Að finna jörðina undir fót-
um sér, strjúkast við laufblað, heyra
dýrin kallast á, óendanleg gæði of-
in saman í eina heild gerir mann-
inn ekki aðeins meðvitaðan um
sjálfan sig, heldur gefur honum
vissu um að vera með vitund. Með
skínandi stjörnur á himinhvolfinu
og jörðina undir fótunum, tekur
eðlisávísunin völdin og flytur mann
inn í dularheima, þar sem hann
skilur orðið ,,Guð“.
Og þá verður mér hugsað til
Afríkumanns sem útskýrði trúfólks
síns þannig: „Við trúum að Guð sé
í öllu. Hann er í ánum, grasinu,
berki trjánna, skýjunum og fjöll-
unum. Við syngjum fjöllunum
söngva, því Guð er í þeim.“
Hinn frumstæði maður leggur
áherslu á nauðsyn þess að iifa og
dulúð guðdómsins. Nútímamaður-
inn leggur áherslu á aukna þekk-
ingu og hagnýtingu, tækni sem
auðveldar honum lífið. Framtíð
mannkynsins er háð því að okkur
takist að sameina vísindaþekkingu
okkar og visku móður náttúru.
☆