Úrval - 01.09.1975, Side 13
11
Sérfræðingur dregur í efa gildi flestra þátta þeirrar
nútímabyggingalistar, sem við tökum sem
sjálfsögðum hlut.
Mistök
nútíma
byggingarlistar
PETER BLAKE
að er mikil freisting
fyrir listamann, vísinda-
mann eða nútímaarkí-
tekt eins og mig að
ánetjast einhverjum
kenningum í æsku og
byggja síðan allt ævistarfið á þeim
grunni. Hvað sjálfan mig og suma
af vinum mínum snertir, er það
því miður staðreynd, að forsend-
ur þær, sem við höfum byggt heim
okkar á, í næstum bókstaflegum
skilningi, eru að gliðna í sundur,
grundvöllurinn er að molna undan
okkur. Við erum farin að uppgötva,
að ekkert af því, sem fræðarar
okkar kenndu okkur innan eða ut-
an arkítektaskólanna um miðja
þessa öld, hefur staðist tímans
tönn. Ekkert af því, eða næstum
ekkert, hefur reynst vera algerlega
rétt.
Mig langar til að gaumgæfa sum-
ar þær kenningar, sem sérhver nú-
tímaarkítekt hefur verið mataður
óspart á síðustu hálfa öldina:
Besta ráðið til þess að gæða
borgina lífi og hamingju er að
byggja háhýsi, sem hvíla á súlum,
svo að umferð fótgangandi fólks
um opin svæði, skemmtigarða og
leiksvæði geti verið algerlega frjáls.
Það, sem „jarðhæð" borganna
þarfnast, er ekki opin svæði, held-