Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 17
MISTÖK NÚTÍMA BYGGINGARLISTAR
15
verið möguleg í Jþéttbýlum borgum
hingað til, haía íætt af sér hug-
myndir og haldið lífi í þeim og að
án joessa er það mögulegt, að ekki
hefðu orðið til neinar listir eða
vísindi, engin heimspeki, engar
bókmenntir, ekkert stjórnmálalegt
lýðræði. En er þetta enn sannleik-
ur, og mun það halda áfram að
vera sannleikur í framtíðinni?
Það er augljóst mál, að rafeinda-
fjarskiptakerfi þau, sem eru nú í
almennri notkun í þróuðum þjóð-
félögum, hafa gert ýmis náin sam-
skipti óþörf. Forráðamenn banka
okkar og tryggingarfélaga munu
koma auga á það mjög bráðlega, að
þeir eyða miklu fé til einskis með
því að reisa risavaxnar aðalstöðvar
í miðborgunum á fokdýrum lóðum,
þar eð þeir þarfnast ekki annars í
miðborginni en lítils skrifstofuhús-
næðis fyrir þann hluta starfsliðsins,
sem tekur stefnumarkandi ákvarð-
anir í rekstrinum, og svo símasam-
bands, sem tengir þá skrifstofu við
„upplýsingamiðstöð", sem gæti vel
verið staðsett langt úti í Mojave-
eyðimörkinni.
Það er sífellt að verða einfald-
ara að eiga samskipti og mynda
tengsl án þess að vera nálægt þeim,
sem maður á samskipti eða myndar
tengsl við. Það er miklu þægilegra
að gera innkaup með hjálp sjón-
varpskerfis en með því að ryðjast
í gegnum mannfjöldann í risakjör-
búðunum. Það er miklu skemmti-
legra og meira áhugavekjandi að
horfa á vel gerðan fræðsluþátt í
sjónvarpinu en að sitja í óþægilegri
skólastofu eða fyrirlestrarsal. Jafn-
vel sjúkdómsgreiningar eru nú
sums staðar gerðar með g'óðum
árangri með hjálp lokaðs sjónvarps-
kerfis.
Þetta þýðir auðvitað, að það er
þegar farið að draga úr áherslu á
samþjöppun valds, fjármagns, stjórn
unar og þjónustu og fer sívaxandi.
Aðeins þeir, sem eru mjög ríkir
eða mjög fátækir, lokast inni í borg-
um nútímans, hinir flugríku, vegna
þess að þeir vilja ekki sleppa því
stöðutákni, sem toppíbúð í háhýsum
er, en erfitt er að verða sér úti um
slíkt stöðutákn í einnar hæðar ein-
býlishúsum í úthverfunum, og hin-
ir sárafátæku, vegna þess að þeir
hafa ekki efni á að flytja burt úr
fátækrahverfum örvæntingarinnar.
Brátt mun meiri hluti íbúa iðnað-
arríkjanna búa í risavöxnum út-
hverfum, sem tengd eru með hjálp
rafeindafjarskipta við menntunar-
og menningarmiðstöðvar og einnig
vinnustaði. Gömlu hverfin í mið-
borgunum verða líklega aðeins sýn-
ingarstaðir fyrir skemmtiferðamenn
líkt og bæirnir Siena á Ítalíu og
Carcassonne í Frakklandi og hinir
brjálæðislegu kastalar Lúðvíks kon-
ungs af Bæjaralandi, staðir, sem út-
hverfabúar heimsækja í skoðunar-
ferðum með leiðbeiningar á segul-
bandi að leiðarljósi.
Ég veit ekki, hvort við kærum
okkur um að búa í slíku landi, en
ég efast um, að við eigum margra
kosta völ í því efni. Allt, sem er að
gerast í heimi veruleikans, and-
stætt því sem gerist í mótsagna-
kenndum hugmyndaheimi þeim,
sem skapaður hefur verið í arki-
tektaskólum, þróast nú í átt til slíks
samfélags. Og þar eð atkvæðin er