Úrval - 01.09.1975, Side 21
19
Langlífiskvóti háskólagengins
fólks var 1.23, en fólk, sem aðeins
hafði verið þrjú ár í skóla, hafði
töluna 0.82. Prófessorar höfðu hæst
an kvóta en húsmæður lágan, 0.87.
Hvítflibbamenn voru með 1.08,
verkamenn 0.95. Lægstan kvóta
höfðu bændur. Læknarnir töldu
menntað fólk forðast best hættur
og vita helst, hvað gera þyrfti til
verndar heilsunni.
Skynsamlegt starf skapar skil-
yrði fyrir hollu umhverfi og góður
og jafn efnahagur vernd gegn
áhyggjum og hættulegum áhrifum.
ENGINN VINDILL. Flestir, sem
reykja vindlinga, telja sig örugga
gegn öllum hættum tóbaksins, ef
þeir skipta yfir í vindla. En rann-
sóknir lækna við Middlesex-sjúkra-
húsið í London sýna, að þetta er
öðru nær. Það er áframhaldandi
hætta við innöndun eiturs. Rauðu
blóðkornin halda þá í sér eða losna
ekki við þau áhrif, sem vindling-
arnir höfðu orsakað.
Læknarnir prófuðu blóðið í reyk-
ingamönnunum fyrir og eftir að
þeir breyttu um frá sígarettum til
vindla, og fundu engan mælanlegan
mun á blóði þeirra, hvort heldur
þeir reyktu.
Ályktun þeirra var því þessi:
Tilgangslaust er að hætta við
sígaretturnar, ef haldið er áfram
við vindlareykingar.
☆
HVAR ER BOLTINN?
Hvar er boltinn? spurði fjögurra ára snáði, Volodja Samburskij,
um leið og hann reis á fætur og burstaði af sér óhreinindin eftir
að hafa fallið niður af fimmtu hæð í húsi í Melitopol í suðurhluta
Ukrainu.
Faðir Volodja, smiðurinn Ivan Samburskij, var að gera við
húsið og tók ekki eftir því, er sonurinn klifraði upp á svalahand-
riðið til þess að ná í boltann sinn, sem hann hafði misst, missti
takið og féll niður.
Maður, sem sá Volodja detta, hringdi þegar á sjúkrabíl. Er hann
kom að húsinu við Krupskajagötu þurftu sjúkraliðarnir í staðinn
að stumra yfir konu, sem séð hafði atburðinn og liðið hafði yfir.
A. Palatnj, yfirlæknir við handlækningastofnunina í Kiev, segir,
að Volodja hafi verið heppinn. Hann lenti í mjúkri mold, á hans
aldri eru menn tiltölulega léttir og beinin enn sveigjanleg. Auk
þess varð hann ekki hræddur, sem skiptir miklu máli. En þetta
er einstakt dæmi.
APN.