Úrval - 01.09.1975, Side 25
ÓRÁÐNAR GÁTUR KEOPS PÍRAMÍTANS
23
Nílar við Giza liggur 18 m breiður,
upphækkaður vegur að byggingar-
svæðinu. Það er næstum kílómet-
ers vegalengd, og Herodot, sem
heimsótti Giza 2000 árum síðar, (á
fimmtu öld eftir Krist), segir að
vegurinn sé álíka tilkomumikil
byggingarlist og píramítinn sjálf-
ur.
Og þar hefst gátan. Herodot, sem
örugglega fær upplýsingar sínar frá
musterisprestunum, skrifar að 100
þúsund manns, (sem skipt var um
þriðja hvern mánuð), hafi unnið
við framkvæmdirnar í 30 ár, 10 ár
við vegarlagninguna og 20 ár við
píramítann. En Keops ríkti aðeins
í 23 ár, og ef hann var látinn áður
en píramítinn hans var tilbúinn,
væri hann sennilega ófullgerður í
dag.
En hvernig var unnt að lyfta
steinblokkunum svona hátt uoo?
Að því er Herodot segir var þeim
lyft þrep af þrepi með „vélum“
(vogarstöngum?), sem gerðar voru
úr stuttum plönkum. En, segja
verkfræðingar okkar tíma, með svo
ófullkomnum hjálpartækjum hefði
aldrei verið hægt að lyfta þyngstu
steinunum sem vógu 50 tonn, og
verkið hefði einnig tekið mun
lengri tíma en þau 20 ár sem Hero-
dot segir að það hafi tekið.
Þess vegna álíta flestir sem hafa
velt þessu vandamáli fyrir sér, að
björgin hljóti að hafa verið dregin
upp, eitt í einu, eftir fláa sem gerð-
ur var úr grjóti, mold og sandi.
Og það er staðreynd að við þrjá
aðra píramíta eru leifar slíkra
fláa. En eftir því sem byggingin
hækkaði, hefur orðið að gera flá-
ann hærri og lengri svo brattinn
yrði ekki of mikill, og við Keops
píramítann hefði hann að lokum
orðið að vera rúmlega hálfur an«-
ar kílómetri á lengd. Það hefði