Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 39
SKROLTORMUR
37
um. Hann var gullleitarmaður, Van
Horn að nafni, sem bjó í Huachuca-
fjöllunum í 45 ár. Hann hafði þetta
að segja: „í hvorugt skiptið var ég
hrifinn af þeirri reynslu. En þetta
var sjálfum mér að kenna í bæði
skiptin. Því er eins farið með skrölt-
orminn og önnur dýr og mennina
sjálfa. Hann er bara að reyna að
bjarga sér eftir bestu getu. Og eitt
skal ég segja þér. Skröltormurinn
er eitt af listaverkum móður nátt-
úru. Manni geðjast kannski ekki
að honum, en maður neyðist alltaf
til þess að virða hann. Manninum
er hollt, að til skuli vera einhverjar
lífverur aðrar en hann sjálfur, sem
hann getur virt. Slíkt fyrirbyggir,
að hann ofmetnist."
☆
Ungi arkítektinn hafði aldrei séð nýfætt barn áður. Hann föln-
aði þegar honum var sýnd svona lítil, hrukkótt og óburðeg vera í
gegnum rúðuna á barnaherberginu: „ Hann er furðulegur," sagði
hann upphátt. Þegar hann svo sneri sér burtu heyrði hjúkrunar-
kona hann tauta: „Aftur að teikniborðinu.“
Bróðir minn á litið fyrirtæki sem framleiðir gúmmístimpla.
Faðir okkar, sem býr í öðrum bæ, bað hann um að senda sér
stimpil með nafni sínu og heimilisfangi og láta reikninginn fylgja.
Stimpillinn kom um hæl, en enginn reikningur. Nokkrum vikum
síðar skrifaði faðir okkar aftur og ítrekaði að fá reikninginn. Þá
fékk hann eftirfarandi reikningsyfirlit sent:
Stimpill ......................................... 16.—- Kr.
YFIRLIT YFIR ÞAÐ SEM Á MILLI BER.
Fyrir að kenna mér að ekkert starf er niðurlægjandi
sé það heiðariegt .................................. 70.000.— Kr.
Fyrir að kenna mér að maður eigi aldrei að láta af
sannfæringu sinni, þó ppeningar séu í boði ......... 80.000.— Kr.
Fyrir að sýna mér hvernig maður á að virða alla
menn, hvar í stétt sem þeir standa .......... .... 50.000.— Kr.
Alls ................................................ 200.000,— Kr.
Innstæða á þínum reikningi ....................... 199.984.—■ Kr.