Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 42
40
ÚRVAL
árið 1915, þegar hann hélt heiman
frá sér í Newcastle í Nýja Suður-
Walesfylki, átján ára að aldri, til
þess að ganga í landherinn sem
óbreyttur hermaður. Hann særðist
tvisvar í Frakklandi, og þegar hann
sneri heim til Ástralíu, ákvað hann
að gera hermennskuna að lifsstarfi
sínu. Þegar síðari heimsstyrjöldin
braust út í september árið 1939, var
hann orðinn slíkur harðjaxl, að
hvasst augnaráð hans nægði til þess
að fá undirmenn hans til að skjálfa
af ótta.
í æfingabúðunum í Tamworth
skipaði Svarti-Jack, að mætt skyldi
til morgunlúðurblásturs klukkan
5.30 að morgni eða einum tíma
fvrr en í hinum herfylkjunum.
Tialdskoðanir hans voru svo strang-
ar. að við sváfum á berum rúm-
íiölunum fremur en að þurfa að
slétta úr hnökróttum dýnum á
hverjum morgni. Hann rak okkur
áfram af algeru miskunnarleysi dag
eftir dag. En kröfur hans vöktu hjá
rkkur jákvæð viðbrögð. Hann kom
bví bannig fvrir, að okkur hefði
fundist það vera óskapleg skömm
að verða fluttir yfir í annað her-
fvlki.
„MJÓHUNDAR11 GALLEGHANS.
1 æfingabúðunum í Tamworth og
síðar í Bathurst í Nýja Suður-
Walesfvlki hamraði Galleghan sitt
uppáhaldsvopn næstu sex mánuð-
ina. Hann skapaði meðal okkar
stolt vfir því að tilheyra herfylki
hans. Flann sendi okkur í langar
ferðir upp hæðirnar á nóttu sem
deei. í ofsahita, hellirigningu, slyddu
O'5 byljum. Og hann fór jafnan með
okkur. Hann át sama mat og við,
og yfirmenn annarra herfylkja
voru fullir undrunar og aðdáunar
yfir þeim ógnvænlegu næturferð-
um, sem hann sendi okkur í. Þeir
kölluðu okkur „Mjóhundana hans
Galleghans“.
Að lokum vorum við orðnir svo
þrautþjálfaðir, að við gátum geng-
ið 48 kílómetra á dag í fullum her-
klæðum og með allan útbúnað og
náð samt áfangastað í bardagahæfu
ásigkomulagi. En Svarta-Jack
fannst það jafnvel ekki nóg. „Þetta
er ekki alveg eins gott og hjá Zulu-
mönnunum hans Shaka,“ sagði hann
jafnan. „Það voru nú karlmenni
í lagi! Þeir gátu gengið 50 mílur á
dag og byrjað svo að berjast, þeg-
ar þeir komu á áfangastað. En
okkur ætti nú að geta farið svo-
lítið fram.“
Þegar við vorum tilbúnir
til að verða sendir til Singapore,
átti Svarti-Jack okkur orðið með
húð og hári. Við hlýddum hverjum
þeim skipunum sem hann gaf okk-
ur. Og við áttum hann einnig á
sama hátt. Orðstír hans var kom-
inn undir frammistöðu okkar.
Venjulega ríkir mikið líf og fjör.
svo að ekki sé meira sagt, þegar
hermenn stíga á skipsfjöl til þess
að halda á vígstöðvar erlendis. En
við vorum svo stilltir, að það var
eins og við værum á hersýningu.
(Við vissum þá ekki, að Svarti-
Jack hafði veðjað um það viskí
flösku við foringja þá, sem stjórn-
uðu brottförinni, að við yrðum al-
veg ódrukknir við brottförina og
að við mundum jafnvel ekki reyk^a.