Úrval - 01.09.1975, Side 44

Úrval - 01.09.1975, Side 44
42 ÚRVAL ir til þess að hreyfa nokkrum mót- mælum. Ekkert gat neytt Svarta-Jack til þess að slá af kröfum sínum, þegar meginreglur voru annars vegar. Þegar japanir skipuðu föngum að skrifa undir drengskaparvottorð um að reyna ekki að strjúka, neitaði Galleghan að verða við þeirri ósk. Öllum föngunum, 15.400 að tölu, var safnað saman á auða svæðinu við fangaskálana. Þar voru þeir látnir dúsa i þrjá daga samfleytt, þangað til Galleghan og yfirmaður breska herliðsins voru orðnir full- vissir um, að þvingunum hefði ver- ið beitt í slíkum mæli, að dreng- skaparvottorðið yrði gagnslaust plagg, sem við gætum skrifað und- ir og brotið gegn, ef tækifæri byð- ist, án þess að glata heiðri okkar. Lífið í Changifangabúðunum var nógu slæmt. En það var stundum algert víti hjá vinnuflokkunum, sem sendir voru til Manchuriu, Jo- hore, Borneo og Thailands. En hvert sem menn voru sendir, minntust beir alltaf Svarta-Jacks. Hið upp- rnnalega, en yfirborðskennda hatur t.il hans, sem biandað var ósiálf- ráðri virðingu og síðar aðdáun og stolti. hafði breyst í hlýja kennd. næst.um því eins konar sonarást til þessa einkennilega hörkutóls. Eg minnist þess, að einn hermað- urinn stal eitt sinn sjíóáburði og að honum tókst að smygla honum inn í Changifangabúðirnar með því að beita mikilli kænsku. Og þetta gerði hann, vfegna þess að „við verðum að sjá svo um, að stígvél- in hans Svarta-Jacks séu alltaf gljáburstuð,“ eins og hann orðaði það. Hinn harði agi, sem mönnun- um hafði eitt sinn gramist svo bit- urlega, var nú orðið það bjarg, sem margir okkar byggðu viljaþrek sitt á, viljann til þess að þrauka og lifa þessar hörmungar af. TÖTRALEGAR BEINAGRIND- UR. Heimkoma herfanga, sem send ir höfðu verið í vinnu til Thai- lands frá Changifangabúðunum, varð til þess að tengja ofurstann og menn hans þeim endanlegu böndum, sem ekkert fékk rofið. Það var rétt fyrir dögun. Þetta var fagur morgun, og það ríkti kyrrð og ró yfir öllu. Bjart tungl- skinið flæddi yfir umhverfið, svo að útlínur pálmatrjánna bar við dimmblátt hafið. Þá var mörgum vörubílum ekið inn í fangabúðirn- ar, og svo stönsuðu þær fyrir fram- an herskálana. Þar beið Svarti- Jack. Áhorfendur hryllti við þeirri sýn, sem við blasti, þegar vinnu- fangarnir klöngruðust niður af vörubílunum eða þeir voru látnir síga niður vegna magnleysis. Þarna gat að líta tötralegar beinagrind- ur. Margir þeirra voru aðfram komnir af ýmsum sjúkdómum. I þessari vinnudeild, sem send hafði verið til Thailands, höfðu verið 3600 ástralíumenn, þar á meðal höfðu verið 651 af „Mjóhundum" Galleghans. Á þeim níu mánuðum, sem þeir höfðu dvalið þar, höfðu 1068 þeirra dáið, þar á meðal 192 „Mjóhundar“. Þeir, sem eftir lifðu, en ég var einn þeirra, reyndu af fremsta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.