Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 48

Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL gerst alveg nýlega. En í rauninni gerðust þessir atburðir fyrir 37 ár- um, og er sú staðreynd sönnun þess, hve lengi Oregonbúar hafa barist fyrir því að halda fylkinu sínu „íbúðarhæfu". Þeirri baráttu er samt alls ekki lokið enn. En síðan þessi fram- takssemi Oregonbúa varð til þess, að fram komu fyrstu fylkislög Bandaríkjanna um hreinsun á ám, vötnum og höfnum, hafa afrek Ore- gonbúa á sviði umhverfisverndar orðið íbúum annarra fylkja Banda- ríkjanna gott fordæmi og hafa glætt vonir þeirra um úrbætur. Tom Garrett, forstöðumaður nátt- úruverndar á vegum samtakanna „Vinir jarðar“, sem beita sér mjög á sviði vistfræði, hefur þetta að segja: „Oregonfylki er nú á undan öllum öðrum fylkjum, hvað snertir framkvæmdir til verndunar nátt- úrlegs umhverfis og endurbóta, þar sem það hefur verið skemmt, og er langt á undan alríkisstjórninni í þeim efnum.“ Sem dæmi um stuðning almenn- ings við mengunarvarnir eru „flöskulög“ Oregonfylkis, en Rich- ard F. Chambers, sem nú er lát- inn, átti hugmyndina að þeim. Chambers, sem var vélasölumaður, varð ofsareiður, þegar hann sá, að heilum haug af tómum bjórdósum og flöskum hafði verið kastað inn á grasflötina í garðinum hans. Sam- kvæmt frumkvæði hans var laga- frumvarp lagt fyrir löggjafarþing fylkisins um, að banna skyldi notk- un bjórdósa og flaskna, sem kasta átti en skila ekki aftur. Framleið- endur drykkjarvara og umbúða fyrir þær kæfðu lagaírumvarpið í fæðingu það árið, En því meir sem Oregonbúar hugsuðu um málið, þeim mun betur leist þeim á þessa hugmynd. Þegar komið var fram á árið 1971, var stuðningur almenn- ings við þessa hugmynd orðinn slíkur, að hann braut á bak aftur alla mótspyrnu. Fylkisþingið sam- þykkti lög, sem bönnuðu notkun bjói'dósa og kröfðust þess, að neyt- endur mættu skila gegn greiðslu öllum flöskum og öðrum ílátum úr plasti, málmi og gleri, sem notuð væru undir gosdrykki og bjór. Markmið þessara laga var að fá fólk til þess að skila umbúðunum vegna peningagreiðslunnar fyrir þær fremur en að fleygja þeim af hirðuleysi, hvar sem það var statt. Árangurinn hefur orðið stórkost- legur. Álitið er, að nú sé hent 90% færri dósum og flöskum undan drykkjarvörum út um hvippinn og hvappinn en áður var. „Við erum í þann veginn að losa okkur við þann óvana að kasta rusli hingað og þangað,“ segir John Kadajá, að- stoðarframkvæmdastjóri þjóðgarða- og annarra almenningsgarða Ore- gonfylkis. Hvarvetna þar sem íbú- ar ýmissa fylkja eru saman komnir við borðhald úti í náttúrunni, skera Oregonbúar sig úr að því leyti, að þeir kasta ekki flöskum og papp írsrusli frá sér, heldur stinga því undir bílsætin. Þar sem ekki er um nein sorpílát að ræða, er það mjög almennt, að þeir taki ruslið með sér og geymi það í bílnum, þangað til þeir koma að næsta ruslíláti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.