Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 59
MAÐURINN GEGN VÉLUNUM
57
réttindastéttunum. Þetta þýddi ótví-
rætt 80—90% meirihluta.
A síðari árum hefur meirihlutinn
orðið mun veikari. John Kennedy,
Harold Wilson og Giscard d'Esta-
ing voru allir kjörnir til embætta
sinna með tæplega eins prósents
meirihluta. Þetta álít ég mjög al-
varlegt mál, því hugtakið lýðræði
hefur alltaf grundvallast á miki-
um mun meirihluta og minnihluta.
Ef mismunurinn er jafn lítill og
við höfum dæmi um í dag, verður
valdsvið ríkisstjórna mjög tak-
markað.
Vera má að þér þekkið söguna
um enska forsætisráðherrann sem
sagði: „Ef ég er neyddur til að
stjórna með eins atkvæðis meiri-
hluta, þá mun ég auðvitað stjórna
með eins atkvæðis meirihluta." Og
það er allt í lagi, að því undan-
teknu að hann mun ekki stiórna
vpI. Pvrst og fremst munu þeir sem
tana kosningunum saka hann um
að hafa falsað kosningarnar. 0.g að
auki er í öllum löndum fiöldi heima
atkvaaða. Það býðir að 51% meiri-
bluti er aðeins 51% beirra sem
greitt hafa atkvæði. Þess vesna
g°tur samstilltur minnihluti orðið
að meirihluta.
Þetta fyrirbæri kom fyrst fram
eftir síðari heimsstyrjöldina, áður
var alltaf fyrir hendi traustur, lýð-
ræðislegur meirihluti. Ef leiðtogar
Frönsku byltingarinnar með 51 %
þjóðarinnar að baki sér, hefðu lagt
til að konungurinn yrði látinn víkja,
myndi enginn hafa veitt þeim
stuðning.
- Hvert er hlutverk Frakklands
innan Evrópu, sem stefnir í ein-
ingarátt?
Evrópa stefnir ekki að einingu,
stefnir í rauninni ekki að neinu.
Sem stendur eru það aðeins draum-
ur um Evrópu goðsagnarinnar, sem
við getum öll sameinast um, en
tekur ekki á sig neina mynd, hvorki
framkvæmdalega, stjórnmálalega
eða hernaðarlega. Hvað efnahags-
málunum viðkemur sýnir olíu-
kreppan greinilega að það er ekki
til nein sameinuð Evrópa. Ég held
að evrópsk eíning verði þá Þ/rst
raunveruleiki er sameiginlegur
óvinur birtist. Þannig mynduðust
Bandaríkin, ef hin einstöku ríki
hefði ekki sameinast gegn englend-
ingum væru Bandaríkin ekki til í
dag.
En hættulegur óvinur birtist ef
til vill innan fimmtíu ára: Mann-
kvnið sjálft. Líffræðilega og félags-
le?a hefur veldi menningarinnar
aldrei verið jafn mikið og nú. í
fvrsta skipti er veran, sem kallar
siff mann, jafn máttug jörðinni.
sem bún byggir. Kjarnasnrengian
get.ur giöreytt iörðinni, og sá möau
leiki hefur aldrei áður verið fvrir
hendi.
Af gömlum vana höfum við trú-
að því að einasta markmið vísind-
anna væri að hjálpa mönnunum,
en í dag verðum við að horfast í
augu við, að þau geta einnig orð-
ið til hins gagnstæða. Við höfum
uppgötvað fúkkalyfin, en við eig-
um líka kjarnasprengjuna. Og vel
er hugsanlegt að þau vandamál
komi fram, sem væri hverri ein-
stakri þjóð ofurefli og væri aðeins