Úrval - 01.09.1975, Page 62
60
ÚRVAL
Hve cilvarlegur er matvælaskorturinn sem ógnar
heiminum í dag? Mjög virtur sérfræðingur
í landbúnaðarmálum svarar þeirri spurningu
og telur upp skilyrði þess að við ráðum
við vandamálið.
EFTIR AÐSTOÐARINNANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANNA
NATHANEL P. REED
2. Jörðin upptekin
Fyrir fimmtán árum fann mann-
fræðingurinn, Louis Leakey, neðri
kjálka af áður óþekktum manni í
Tanzaniu, og við þennan fund var
álitið að unnt væri að tímasetja
þróunarsögu mannsins fjórtán millj.
árum aftar.
Og fyrir fimm árum stóð fyrsti
maðurinn á tunglinu og horfði á
hnöttinn, þar sem þessi eldgömlu
bein höfðu verið grafin upp og
ryk fortíðarinnar blásið af þeim.
„Hún er mjög i'alleg," sagði Neil
Armstrong um plánetuna okkar,
,,en hún virðist mjög lítil og vera
langt í burtu. Okkur datt í hug
vin í eyðimörkinni, eyja í heimin-
um, og skildum líka að þessi eyja,
jörðin, er sú EINA, sem við þekkj-
um þar sem menn geta lifað.“
Við stukkum ekki fullsköpuð út
úr röðum lítt þróaðra dýra, og það
væri fávíslegt að halda að við, eins
og við erum í dag, stæðum á há-