Úrval - 01.09.1975, Page 65
63
Við erum farin að slcilja að hráefnabirgðir
heimsins eru takmarkaðar — og íbúar jarðarinnar
eru þegar komnir að neyslumörkum.
SAMTAL VIÐ NORMAN E. BORLAUG
3. Hungursneyðina verður
að stöðva
— Dr. Borlaug, árið 1972 sögð-
uð þér að stefnunni í fæðuöflun
heimsins mætti halda næstu 30 ár,
og unnt væri að takmarka fólks-
fjölgunina. Eruð þér sömu skoðun-
ar í dag?
Nei, svo bjartsýnn er ég ekki
lengur. Frá 1947 til 1972 virtist sem
fæðunotkun í heiminum væri nokk-
uð stöðug. Svo kom uppskerubrest-
urinn 1972 þegar Sovétríkin, Kína
og Ástralía urðu fórnarlömb mik-
illa þurrka. Það var ástæðan fyrir
hinum miklu kornkaupum rússanna
sem var upphaf hrunsins. Sama ár
brást monsúnregnið að miklu leyti
í Suður-Asíu svo hrísgrjónaupp-
skeran eyðilagðist. Og fæðubirgð-
irnar sem við höfðum álitið næg-
ar við allar aðstæður hurfu ein-
faldlega eins og dögg fyrir sólu.
— Hvaða aðrar ástæður liggja
til þess að það getur orðið hung-
ursneyð í fjölda landa?
Mikilvægasta ástæðan er olíu-
kreppan. Olía er nauðsynleg við
framleiðslu á flestum tegundum
áburðar, og hækkun olíuverðsins
er áfall fyrir efnahag landa eins
og til dæmis Indlands. Ef Indland
flytur inn sama magn hráolíu núna
og árið 1972, mun það kosta 4%
sinnum meira, og Indland hefur
einfaldlega ekki svo mikinn gjald-
eyri.
— Hvaða þýðingu hefur áburð-
arskortur fyrir hveitiuppskeru Ind-
verja?
Hún verður meir en 5 milljón
tonnum minni en árið 1973, rýrn-
un um 20%, og í þessari spá er
miðað við að allar aðrar aðstæður
verði eins og best verður á kosið.
(Á síðasta ári voru hins vegar mjög
alvarlegir þurrkar í hveitihéruðum
Indlands).
— Hve slæmt er útlitið fyrir upp-
skeruna í Afríku og Suðaustur-
Asíu?
Þurrkur hefur þjakað mörg lönd
fyrir sunnan Sahara á síðustu þrem
árum, og horfurnar eru mjög