Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 67
HITNGURSNEYÐINA VEKÐUR AÐ . . .
65
sér, betra eftirlit með sjúkdómum
og meindýrum, mikill áburður, og
að auki verðum við að vona og
biðja þess að allt fari vel.
— Hvað er fyrst og fremst sem
við gætum gert?
Ríkisstjórnir heimsins eru reiðu-
búnar til að veita stjarnfræðilegar
upphæðir á ári í drápstæki. Það
myndi aðeins kosta lítið brot af
þeim upphæðum til að fullnægja
aukinni þörf fyrir ábtxrð. Ríkis-
stjórnirnar ættu að vera fúsar til
að leggja fram þetta fé.
— Sérfræðingar segja að í dag
séu ekki til í heiminum matvæla-
birgðir nema til 27 daga. Hvað er
hægt að gera til að auka birgðirnar?
Það er á ábyrgð allra þjóða að
safna matvælabirgðum. Sumir geta
gert það í litlum mæli, aðrir, svo
sem Bandaríkin geta gert átak sem
um munar. En einkum í Bandaríkj-
unum óttast menn að fljótlega komi
til offramleiðslu, sem leiði til verð-
lækkunar. Mér virðist samt að öll
lönd verði að sameinast um ráð til
að fjármagna slíka birgðasöfnun,
og um leið að rjúfa þennan víta-
hzúng sem er hlutfallið milli verð-
lags og framleiðsiu.
—• Hvaða þýðingu hefur mat-
vælaástandið í'yrir heimsfriðinn?
Það er ekki möguleiki á friði þar
sem hungur og fátækt er ríkjandi.
Það er ekki unnt að taka upp nýj-
ar aðferðir til að bæta lífsafkom-
una, þar sem óróleiki og óvissa í
stjórnmálum ríkir. Það ætti að vera
augljóst að fyrsta skrefið til þess að
skapa mannsæmandi lífskjör fyrir
alla, sem fæðast inn í þennan heim,
er að draga úr fólksfjölguninni svo
hún verði viðráðanleg og íbúafjöld-
inn verði stöðugur um leið og unnt
verður að skipaleggja hann. Að
halda að sér höndum og einblína
á lögmál Malthusar um að fólks-
fjöldinn haldist stöðugur með
hungri er blátt áfram í andstöðu
við alla siðfræði.
*
Miklir menn, sem skapa mikil verk, hafa alltaf orð á sér fyrir
að vera utan við sig og óstundvísir. Það var litið á Einstein sem
reikulan og óhagsýnan mann. Og margir vísindamenn líta enn svo
á. En sannleikurinn er samt sá að til að gera útreikninga
hans þurfti nákvæmni og skýra hugsun í svo ríkum mæli,
að þeir sem bera honum ónákvæmni á brýn, gætu aldrei
náð leikni hans á því sviði. Stúlkan, sem Mozart vildi giftast, sagði
eftir dauða hans að hún hefði hryggbrotið hann, af því hún hefði
haldið að hann væri skýjaglópur, sem aldrei myndi duga til neins.
Worldsworth hafði aftur á móti rétt fyrir sér þegar hann sagði um
Newton: „Hugur hans sigldi um ókunn höf.“ Sá, sem siglir nýjar
leiðir hefur eðlilega öryggisleysistilfinningu. En hann var maður-
inn, sem í skyndi gerði sér grein fvrir öllu, og varaðist allt, sem
maður þarf að vera á verði gegn.“