Úrval - 01.09.1975, Side 73

Úrval - 01.09.1975, Side 73
BÓBÓ: ÚLFUR í HÚSINU 71 allt sem áður var venjulegt, og tók á sig nýja mynd. Þegar ég horfi til baka, er mér Ijóst að þetta byrjaði allt saman, þegar ég var ennþá aðeins aðstoð- armaður í auglýsingafyrirtæki í London. Um helgar dvaldi ég gjarnan í dýragarðinum í Regent Park, vegna þess að úlfarnir, sem þar voru í búrum höfðu eitthvað í augunum, sem laðaði mig að þeim aftur og aftur. Það var eitthvað órætt í augnaráði þeirra, eitthvað, sem sá langt útyfir píslarvætti fangelsislífsins, og þetta augnaráð hafði mikil áhrif á mig. Þegar ég starði í þessi augu, dreymdi mig dagdrauma, sem fluttu mig langt frá hinu venjubundna og tilbreyt- ingarlausa lífi í London yfir í fjar- lægar auðnirnar, þar sem úlfarnir ráða ríkjum. Það hefur verið sagt um drauma, að þeir séu aðeins framtíðarvonir sem bíða þess að rætast. Hvað mig snertir er þetta rétt. Dagdraum- arnir, sem mig dreymdi hjá úlfun- um í London, snerust alltaf um Vestur Kanada og það fór ekki hjá því, að þeir leiddu mig til þessa dásamlega lands sem nú er heim- kynni mitt. í þau tíu ár, sem ég hef verið hér, fæ ég ekki betur séð en að úlfar hafi haft áhrif á líf mitt með ótrúlegum hætti — það er varla að hægt sé að kalla það tilviljun — með því að koma í ljós á þeim stundum, þegar ákvörðunin um að yfirgefa Lond- on sýndist sérstaklega vafasöm og barfnaðist stuðnings. Fyrsti úlfurinn kom í Ijós kvöld rokkurt í miðjum maí, í nánd við Rossá í Yukon, þar sem ég var að undirbúa handrit að heimildarkvik- mynd um námuopnun. Þetta kvöla gekk ég nokkra kílómetra þaðan sem ég hafði verið við vinnu og tyllti mér stundarkorn á grýttan hól, umkringdur sólsetri og kyrrð og naut þagnarinnar og fegurðar- innar. En allt í einu settist fram- andleiki náttúrunnar að mér; ég fann til kvíða, næstum hræðslu, og þráði London með öllum sínum kunnuglega hávaða. í sama bili kom úlfur í ljós und- an lággróðrinum, aðeins um 15 metra frá mér, stóð grafkyrr og starði á mig með þessum sömu rafdökku augum og ég hafði séð í London, en nú var ekkert fjarrænt í augnaráðinu. Það var skýrt og áleitið. Ég veit ekki hve lengi við horfðumst í augu, en svo lagði hann af stað og gekk í boga fram- hjá mér á þessu trjálausa svæði. Hann staðnæmdist og leit á mig, áður en hann hvarf aftur inn í lággróðurinn. f því augnaráði var eins og ásökun vegna viðkvæmn- innar, sem komið hafði yfir mig skömmu áður, og allt í einu lukt- ist liósbleikur friður Yukonkvölds- ins um mig og staðfesti veru mína í landinu. Efaskýin ruku burtu eins og dögg fyrir sólu. Þegar það henti næstu sex árin að ég fylltist heimþrá eða varð óánægður með Kanada, voru það úlfar, sem gripu þar í taumana í tæka tíð hverju sinni. Kanada hafði verið mér gott. Þar hafði ég komið mér vel áfram; þar hafði ég kynnst stúlkunni, sem ég giftist. og þa" hafði ég eignast rjóður í strand-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.